Einræðisríki kommúnismans segjast yfirleitt vera lýðræðisleg. En það sama má í raun segja um Vesturlönd í dag, þar sem hnignunin hefur náð svo langt að valdhafar hafa breytt hugtakinu lýðræði. „Vestrænir stjórnmálamenn hafa endurskilgreint hugtakið lýðræði“ segir Lars Bern í viðtalsþætti Swebbtv. Lýðræði í dag er það sem samræmist hugmyndafræði valdaelítunnar. Allt annað er sagt vera „falsupplýsingar“ sem verður að ritskoða.
Lars Bern ræðir meðal annars um stórsigur Donalds Trump í bandarísku forsetakosningunum. Að sögn Berns hefur Trump lofað að verja málfrelsið. Þess er þörf, því raunverulegt lýðræði er á hverfandi hveli á Vesturlöndum.
Stjórnmálamenn nútímans hafa endurskilgreint hugtakið lýðræði og sett samasem merki á milli lýðræðisins og þeirra eigin hugmyndafræði – nýfrjálshyggjunnar. Lars Bern segir:
„Lýðræðið hefur einfaldlega verið endurskilgreint. Til dæmis hét einræðisríki kommúnista í austurhluta Þýskalands DDR, Þýska alþýðulýðveldið. En ólíkt Vestur-Þýskalandi þá var þetta engan veginn neitt lýðræði heldur einræði. En þeir skilgreindu sig sem lýðræði og það er einmitt það sem gerum í hinum vestræna heimi.“
„Vestrænir stjórnmálamenn reyna á margan hátt að útiloka og banna þær skoðanir sem ganga gegn óþolandi hugmyndafræði þeirra.“
Sjá má þátt Swebbtv hér að neðan: