Trudeau brenndi 9 milljónum dala í misheppnað fyrirtæki sem átti að matreiða engisprettur ofan í Kanadamenn

Þú verður aldrei neinn almennilegur glóbalizti fyrr en þú hefur reynt að þvinga almenning til að borða pöddur í nafni hamfarahlýnunar. Hinn illa þokkaði kanadíski forsætisráðherra, Justin Trudeau, er uppáhald Klaus Schwab og annarra stórglóbalizta og hann gerir allt til að falla í kramið hjá stjórnendum sínum. Þess vegna sóaði hann peningum skattgreiðenda í engisprettuverksmiðju sem átti að framleiða „gómsæta matarrétti úr engisprettum“ fyrir Kanadamenn.

Daily Mail greinir frá því að fjárfesting Justin Trudeau í engisprettuverksmiðju upp á næstum 9 milljónir dala hafi horfið upp í reyk og fyrirtækið hafi sagt upp tveimur þriðju hluta starfsmanna sinna. Forsætisráðherra Kanada fjárfesti 8,5 milljónir dollara af skattfé Kanadamanna í Aspire Food Group í júní 2022 sem ætlaði að „þróa nýstárlegar leiðir til að mæta eftirspurn eftir sjálfbærari matvælum“ eins og sagði í fréttatilkynningu á þeim tíma.

Léleg eftirspurn frá mannfólki – svo gæludýrin eru látin borða engispretturnar

Verksmiðjan opnaði árið 2023 og ætlunin var að reka búskap með fjórum milljörðum engisprettum sem hægt væri að búa til 13 milljón kíló af engisprettupróteini árlega til manneldis. Samkvæmt forstjóranum David Rosenberg, þá rættust ekki vonir manna og fyrirtækið hefur nýlega sagt upp 100 af 150 starfsmönnum sínum. Einn starfsmaðurinn sagði við The London Free Press:

„Starfsmenn fengu uppsagnarbréf eftir vaktina sem kom sem algjört áfall. Þetta er hrikalegt, satt best að segja. Flestir hafa fjölskyldur, við þurfum að borga leigu, Framleiðslan hefur verið upp og niður.“

Sumir starfsmenn segja að þeim hafi ekki verið boðin starfslokalaun og íhuga lögsókn. Fjórðungur fjármögnunar fyrirtækisins kom frá kanadískum stjórnvöldum, 30% var lánsfé og afgangurinn kom frá eigendum.

Afurðir fyrirtækisins hafa að mestu farið í gæludýrafóður í Norður-Ameríku en þáverandi forstjóri Mohammed Ashour sagði í mars 2023 að verið væri að vinna að því að gera mannamat úr engisprettunum. Gert var ráð fyrir að fyrirtækið yrði starfrækt að fullu í ár, með nægum pöntunum til að viðhalda framleiðslunni. Fimm nemendur McGill háskólans stofnuðu fyrirtækið sem vakti aðdáun Justin Trudeau og kanadískra stjórnvalda þar sem engisprettur hafa lægra umhverfisfótspor en bæði prumpandi naut og jórtrandi kýr.

Fara efst á síðu