Pistlahöfundur fékk heiðurinn að vera með í tveggja tíma pallborði sænska Swebbtv í morgun ásamt Mikael Willgert þáttastjórnenda, Boris Benulic blaðamanni og finnska prófessornum Paul Lillrank frá háskólanum í Aalto. Fyrri hluti þáttarins fór í pallborðsumræður og í síðari hluta gátu hlustendur hringt inn og komið með spurningar og sett fram skoðanir sínar. Umræðuefnið voru stóru málin, það sem Mikael Willgert segir vera fimm stærstu svikin við mannkyn:
- Innflytjendamálin
- Loftslagið
- Kynjamálin
- Farsóttir og heilsumál
- Úkraína
Swebbtv verður bráðlega 10 ára gamalt og er einn af – ef ekki sterkasti valkostamiðillinn í Svíþjóð. Mikael Willgert er einstaklega þægilegur og duglegur stjórnandi, hann hefur fjölmiðlun í blóð borið og hann ræðir hispurslaust um vanda samtíðarinnar og morgunþættir Swebbtv eru vinsælir hjá mörgum Svíum.
Þar sem Íslendingur er ekki gestur á hverjum degi hjá Swebbtv, þá notaði Willgert tækifærið að spyrjast fyrir um ástandið á sögueyjunni og því töluvert rætt um Ísland meðal annars út frá stöðu kynjanna í dag en ofríki femínismans á Íslandi er að eyða karlmönnum í framhaldsnámi, þar sem einungis þriðjungur karla fer Háskóla Íslands.
Að konur hafa tekið um 70% af störfum hjá ríki og bæ og eru nær einráða í menntakerfinu setur sín spor í týndri lestrarkunnáttu, minnkandi söguáhuga og glataðri íslensku. Sjálfsmorð ungra manna hafa aukist og eru hlutfallslega hæst á Íslandi af Norðurlöndum ef marka má Högna Óskarsson geðlækni í viðtali við Læknatímaritið. Í stað feðraveldis er komið mæðraveldi, þannig að kynjamismunun hefur kastast um.
Íslenskur femínismi er orðinn að fullkominni mótsögn við mannréttindabaráttu kvenna. Þar eru valkyrjurnar fremstar í flokki og vefa ESB-vef sem í þetta sinn á að tryggja að Ísland sleppi aldrei framar úr klóm Brusselskrímslsins.
Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra sagði á þingi Norðurlandaráðs að það yrði að halda atkvæðagreiðslu um ESB á Íslandi svo „Íslendingar áttuðu sig á því, hvað er í boði við inngöngu í ESB.”
Gamla „kíkja í pakkann” leiðin. Þetta er svindl ríkisstjórnarinnar því pakkinn verður þegar tilbúinn, þegar Íslendingum verður boðið upp á þjóðaratkvæði um kíkja í pakkann. Meira um það síðar.
Sjá má og heyra þáttinn hér að neðan:
