Elon Musk hefur hleypt af stokkunum nýju alfræðiorðabókinni Grokipedia – verkefni sem ætlunin er að leysi hina pólitískt rétttrúuðu Wikipediu af hólmi. Núna í upphafi er síðan einföld með leitarreit og sagt að hún innihaldi 900.000 greinar sem má bera saman við sjö milljónir greina á enskumælandi Wikipediu.
Musk tilkynnti á vettvangi sínum X að „útgáfa 0.1 af Grokipedia.com sé nú komin í loftið“ og lofaði að „útgáfa 1.0 verði tífalt betri.“
Hann lýsir markmiði nýju síðunnar sem „sannleikanum, öllum sannleikanum og engu nema sannleikanum.“
Musk hefur áður gagnrýnt Wikipediu fyrir að vera full af vinstri áróðri og hvetur fólk til að hætta að styðja Wikipediu. Í september tilkynnti hann að gervigreindarfyrirtæki hans xAI væri að vinna að Grokipedia.
Ólíkt Wikipediu, sem er skrifuð og ritstýrt af sjálfboðaliðum, er óljóst hvernig greinar Grokipedia eru framleiddar. Samkvæmt Reuters benda gögn til þess að síðan sé knúin áfram af sama xAI líkani og er á bak við spjallþjóninn Grok hjá Musk, en sumir textar virðast vera breyttar útgáfur af Wikipedia greinum.
Í eigin grein Grokipedia um Wikipedia er alfræðiorðabókin sökuð um
„kerfisbundna hugmyndafræðilega hlutdrægni – einkum vinstri stefnu í umfjöllun sinni um stjórnmálamenn og efni.“
