Hefur Viðreisn áhuga á Íslandi?

Arnar Þór Jónsson, formaður Lýðræðisflokksins hefur sent in umfangsmikla umsögn til alþingis vegna Bókunar 35 (sjá pdf að neðan). Hann skrifar eftirfarandi á blog.is:

„Þegar fylgst er með framgöngu Viðreisnar og hinna ríkisstjórnarflokkanna – auk Sjálfstæðisflokksins í núverandi (ó)mynd – vaknar sú spurning hvort þessir flokkar hafi áhuga á Íslandi – eða hvort markmiðið sé aðallega að þjóna erlendum hagsmunum? Slíkar vangaveltur eru ekki settar fram í tómarúmi, því svipaðar áherslur má greina í máli stjórnmálamanna víðar en á Íslandi, sbr. t.d. núverandi forsætisráðherra Írlands. Er þetta einhver vírus sem er að ganga meðal vestrænna stjórnmálamanna?

Áhugi framangreindra flokka beinist nú, enn og aftur, að því að auka völd Brussel-báknsins og veikja stöðu Alþingis, því nú í morgun barst mér fundarboð frá utanríkismálanefnd þingsins vegna frumvarpsins um bókun 35 sem nú þegar er komið á dagskrá nefndarinnar.”

Fara efst á síðu