Stjórnmálamenn í Evrópu vita að engin hernaðarógnun stafar af Rússlandi. Þetta segir prófessor John Mearsheimer í viðtali við „Reinvent Money“ sjá YouTube að neðan. Stríðsáróðurinn sem er í gangi er því leiksýning. Hann telur að Nató sé knúið áfram af „ranghugmyndum.“
Þremur árum eftir Úkraínustríðið hefur Evrópa enn ekki hervæðst. Hvernig ætli standi á því?
Það er vegna þess að Rússland er engin raunveruleg hernaðarógnun. Það vita vestrænir stjórnmálamenn fullyrðir stjórnmálafræðiprófessorinn. John Mearsheimer segir:
„Evrópubúar eyða ekki miklum peningum í varnarmál. Evrópubúar eru ekki að reisa stórkostleg hernaðarmannvirki sem geta haft fælingarmátt má nota til að berjast við hinn svo kallaða Golíat í austri sem þeir eiga að hafa áhyggjur af.“
„Ástæðan fyrir því að Evrópubúar eyða ekki miklum peningum í varnarmál er sú að þeir vita að það er engin hernaðarógn. Þýskaland hefði eytt miklum peningum í varnarmál ef þeir héldu að Rússar myndu leggja undir sig Þýskaland eða Pólland. En í raun trúa þeir því eiginlega ekki. Þeir vita að fullyrðingarnar um rússneska árásarveldið eru bara áróður.“
Nýlega sagði Mark Rutte, yfirmaður Nató, að aðildarlöndin yrðu annað hvort að vopnast – eða neyðast til að læra rússnesku að öðrum kosti. Sem sagt Rússarnir koma og hertaka okkur öll.
Um það segir Mearsheimer:
„Þetta er eintóm blekking. Þessi náungi býr á annarri plánetu en ég. Ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég hlusta á þetta fólk og velti því fyrir mér í hvaða heimi það býr.“