Hið sígilda bandaríska tímarit Glamour hefur ákveðið að veita hópi kvengervla verðlaun sem Konur ársins. Meðal vinningshafa eru tiltölulega óþekktar fyrirsætur, leikarar og tónlistarmenn, sem og umdeildur aðgerðarsinni sem eitt sinn stimplaði alla hvíta sem kynþáttahatara.
Glamour var stofnað árið 1939 og gaf út síðasta prentaða eintakið ár 2019 vegna fækkun áskrifenda. Síðan þá hefur tímaritið einbeitt sér að vefsíðu sinni og stafrænni útgáfu.
Meðal níu trans-kvenna sem prýða forsíðu blaðsins er Munroe Bergdorf, sem er meinilla við hvítt fólk. Í fyrra var Bergdorf útnefnd fyrsti „breski meistari kvenna“ af Kvennadeild Sameinuðu þjóðanna fyrir konur í Bretlandi. Hún var áður fyrsta trans-konan sem varð fyrirsæta fyrir L’Oréal. Hún var hins vegar rekin af snyrtivörurisanum árið 2017 fyrir ummæli sín um kynþætti.
Í júlí 2019 var Bergdorf sæmd heiðursdoktorsnafnbót í Háskólanum í Brighton sem viðurkenningu fyrir baráttu sína fyrir réttindum transfólks.
Bergdorf, sem einnig er þáttastjórnandi og meðlimur í breska Vogue, neyddist til að biðjast afsökunar eftir að gömul skilaboð á samfélagsmiðlum birtust þar sem hún kallaði einn fylgjenda sinna „loðna, ófrjóa lesbíu“ árið 2012 og sagðist vilja „samkynhneigða“ sjónvarpsstjörnu.
Bergdorf hefur beint reiði sinni gegn samkynhneigðum íhaldsmönnum. Hún skrifaði á samfélagasmiðlum:
„Samkynhneigðir karlkyns íhaldsmenn eru sérstök tegund af fávitum. Það er í raun alveg ótrúlegt.“
Konum sagt að karlar séu betri konur en þær eru
Meðal þeirra sem hafa brugðist við tilnefningu Glamour er rithöfundurinn J.K. Rowling. Í færslu á X skrifar Rowling að hún hafi alist upp á tímum þegar rótgróin kvennatímarit sögðu konum að þær þyrftu að vera grennri og fallegri en segja núna að karlar séu betri konur en þær eru:

Annar sem er ekkert yfir sig hrifinn er Piers Morgan „Þetta markar upphafið að endalokum blaðsins Glamour”

