Þýsk kona flýr ofbeldi vinstri sinnaðra í Evrópu – sækir um hæli í Bandaríkjunum

Fyrir nokkrum vikum bárust fréttir af því að stjórn Trumps væri að íhuga endurskoðun á flóttamannakerfi Bandaríkjanna sem myndi skera kerfið niður í algjört lágmark en forgangsraða enskumælandi, hvítum Suður-Afríkubúum og Evrópubúum sem eru á móti hömlulausum fjöldainnflutningi. Sú sem gæti orðið fyrsti Evrópubúinn til að sækja um hæli í Bandaríkjunum samkvæmt nýja kerfinu er Þjóðverjinn Naomi Seibt.

Tillagan þýðir einnig að Trump myndi forgangsraða Evrópubúum sem hafa orðið fyrir barðinu á yfirvöldum „fyrir friðsamleg skoðanaskipti á netinu og gagnrýni á fjöldainnflutning eða hafa lýst yfir stuðningi við „popúlíska“ stjórnmálaflokka.“ Háttsettur embættismaður sagði að stjórn Trumps fylgdist með aðstæðum í Evrópu til að meta hvort einhverjir væru gjaldgengir sem flóttamenn.

Á fimmtudag tilkynnti Anna Paulina Luna, þingkona repúblikana, að hún hefði fundað með Naomi Seibt til að fara yfir hælisumsóknina. Í Þýskalandi og Evrópu segist Seibt vera ofsótt af ofbeldisfullum vinstri sinnuðum hópum og sé gagnrýnd af fjölmiðlum fyrir stuðning sinn við íhaldsflokkinn Valkost fyrir Þýskaland, AfD og Donald Trump.

Í færslu á X sakar Seibt þýska ríkið um að styðja ofbeldi vinstri sinnaðra, hylma yfir glæpi innflytjenda og þagga niður í andófsmönnum. Aðeins Valkostur fyrir Þýskaland getur bjargað Þýskalandi, segir hún:

Á fimmtudag tilkynnti stjórn Trumps að hún myndi lækka hámarksfjölda flóttamanna verulega niður í 7.500 á næstu árum og einbeita sér að hvítum Suður-Afríkubúum.

Fara efst á síðu