Innflytjandi segir þjóðhátíðardag Svía vera „rasíska hátíð hvítra“ 

Í dag föstudaginn 6. júní er þjóðhátíðardagur Svíþjóðar. Eins og aðrar borgir heldur Malmö upp á daginn en öllum íbúum borgarinnar finnst það ekkert sniðugt. Borgarstjórnin hefur neyðst til að fjarlægja margar athugasemdir á heimasíðu sinni vegna „ósæmilegs málfars.“ Einn innflytjandinn segir hátíðahöldin vera „rasíska hátíð hvítra.“ 

Þjóðhátíðardagurinn er eins og gengur með þjóðhátíðarræðuhöldum, tónlist og sameiginlegri útihátíð á Stórtorginu. Í hátíðardagskránni var þess getið, að akademíski kórinn í Malmö myndi syngja sálm fyrir skólana.

Rasísk hátíð fyrir hvíta með hvítum dans

Sú staðreynd að kór flytur kristið lag á þjóðhátíðinni í miðborginni hefur vakið mikla athygli í athugasemdum á Facebook undanfarinn sólarhring.

Innflytjandinn Ali Hassan hefur mjög miklar áhyggjur af því að borgin Malmö skuli dirfast að hafa með kristna sálma á dagskrá þjóðhátíðarhátíðarinnar. Hassan heldur því fram að „aðeins 35% íbúa Malmö séu meðlimir í sænsku kirkjunni“ og telur því að þetta sé „hvít kynþáttafordómafull hátíð.“

Í annarri færslu sá hann einnig fólk sem dansaði þjóðdansa. Hann telur að sveitarfélagið hafi alrangt fyrir sér með „þjóðdansi hvítra,“ þar sem „allir Svíar eru hvorki hvítir né kristnir.“

Fara efst á síðu