Iðnaðarhverfinu Kista í norðurhluta Stokkhólms var lengi hampað sem „Silikon Valley” Svíþjóðar. Þangað fluttu hátæknifyrirtæki eins og Ericsson, IBM, Samsung og Nokia. Konunglegi tækniháskólinn og Stokkhólms háskóli voru með starfsemi í Kista Science Tower, þar sem mörg nýsköpunarfyrirtæki í IT voru stofnuð og sum hver hafa náð árangri á heimsmælikvarða. Hótel var byggt, Victoria Tower, sýningarhöll reist og verslunarmiðstöð opnuð. Allt lék í lyndi.
En það var áður en fjölmenningin tók yfir nágrannasveitarfélögin, Hjulsta, Tensta og Rinkeby. Núna er ástandið orðið þannig, að starfsmenn þurfa aðstoð öryggisvarða til að komast á lestarstöðina í Kista ef þeir vinna fram eftir á kvöldin. Rán eru hversdagsmatur, skotárásir glæpahópa í og fyrir utan verslunarmiðstöðina hafa átt sér stað og mörg slagsmál eru á milli ólíkra innflytjendahópa í verslunarmiðstöðinni þar sem allt er brotið og bramlað.
Samkvæmt Dagens Industri, DI, leitar Ericsson eftir húsnæði á öðrum stað og fleiri fyrirtæki eru í sömu hugleiðingum vegna þeirrar skálmaldar sem ríkir. Börje Ekholm forstjóri vill flytja fyrirtækið vegna öryggisleysis starfsfólksins. Verkfræðingafélag Svíþjóðar hefur áhyggjur vegna meðlima sinna sem vinna í Kista. Per Norlander, aðalsamningamaður félagsins á Ericsson segir við DI:
„Starfsfólk upplifir öryggisleysi fyrir og eftir venjulegan vinnutíma og það er orðið vandasamt að fá menntað fólk til að sækja um vinnu þarna. Við lentum líka í ránbylgju fyrir nokkrum árum.”
Fasteignaráðgjafanum Cushman & Wakefield hefur verið falið að leita að nýju húsnæði fyrir Ericsson.
Annað fyrirtæki, Coor, er með aðalskrifstofur sínar nálægt Ericsson og hefur þegar ákveðið að flytja 310 starfsmenn sína til Solna næsta vor. AnnaCarin Grandin, forstjóri Coors, segir við DI:
„Svæðið er mun óöruggara núna en þegar við fluttum hingað.”