Enn mesti friður í heimi 2024 á Íslandi

Þrátt fyrir að Ísland „hafi farið í stríð“ með lokun sendiráðs Íslands í Moskvu og slit á stjórnmálasambandi við Rússland og og þrátt fyrir að dæla peningum skattgreiðenda á Íslandi að þeim forspurðum í vopn til Úkraínu, þá er Ísland samt sem áður talin friðsamasta þjóð í heimi 2024 samkvæmt Alþjóðlega friðarmælingum Global Peace Index (sjá pdf að neðan). Það er kannski samtímis mælikvarði á vaxandi ófriðarástand í heiminum.

Ísland er áfram friðsælasta land í heimi árið 2024 eins og það hefur verið síðan 2008. Með í efstu tíu sætum friðarvísitölunnar í ár eru einnig Írland, Austurríki, Nýja Sjáland, Singapúr, Sviss, Portúgal, Danmörk, Slóvenía og Malasía.

Sé litið á 10 neðstu sætin má sjá að mesta ófriðarríki heims er Jemen og á eftir koma Súdan, Suður-Súdan, Afganistan, Úkraína, Lýðræðislýðveldi Kongó, Rússland, Sýrland, Ísrael og Malí.

Hlaða má niður friðarskýrslunni á ensku hér

Efstu sætin samkvæmt friðarvísitölunni:

Allan listann má sjá hér að neðan:

Fara efst á síðu