Eftir smánarleg starfslok sem forseti Bandaríkjanna og enn smánarlegri útkomu demókrataflokksins í nýafstöðnum kosningum, þá gat Joe Biden, forseti Bandaríkjanna ekki varist tárum í kveðjuhófi honum til heiðurs í Hvíta húsinu. Biden tilkynnti viðstöddum að ástandið í Bandríkjunum væri miklu betri núna en þegar hann tók við forsetaembætti fyrir fjórum árum síðan.
Biden sagði:
„Bandaríkin eru betur stödd í dag en þegar við komum til starfa fyrir fjórum árum síðan. Landið gekk gegnum versta heimsfaraldur sem við höfum séð í yfir 100 ár. Efnahagur okkar var í falli. Við urðum vitni að atburðum sem við héldum að við myndum aldrei þurfa að upplifa í Bandaríkjunum. Ofbeldisfulla uppreisn þann 6. janúar….. ég trúi því að Bandaríkin séu betur í stakk búin til að leiða heiminn í dag…“
Þessu hafa Bandaríkjamenn þegar hafnað og margir telja að enginn sé betur settur í dag en fyrir fjórum árum síðan. Einnig er utanríkisstefna Bidens harðlega gagnrýnd af sífellt fleiri Bandaríkjamönnum. Heimurinn er á barmi þriðju heimsstyrjaldarinnar vegna stefnu forsetans sem núna ræðir í alvöru að afhenda Úkraínu kjarnorkuvopn.
Hinn grátandi forseti harmar að fá ekki að vera forseti fjögur ár í viðbót. Hann hefur eytt síðustu 50 árum á launatékka frá ríkinu og hefur leiðst á þá braut að selja Hvíta húsið þeim sem bjóða mest.