Linsey Graham öldungadeildarþingmaður í Bandaríkjunum útskýrir, að Úkraínustríðið snúist um auðlindir Úkraínu og peninga. (Mynd © U.S. Senate, Brett Flashnick).
Úkraína er „ríkasta landið í Evrópu“ hvað snertir sjaldgæfa jarðmálma og Vesturlönd þurfa á þessum auðlindum að halda, segir öldungadeildarþingmaðurinn Lindsey Graham í viðtali við Fox News.
Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Lindsey Graham ræðir um Úkraínustríðið í viðtali við Sean Hannity hjá Fox News (sjá YouTube að neðan). Þar segir Graham:
„Við erum komin yfir þúsund daga í þessu stríði. Úkraína stendur enn. Þetta stríð snýst um peninga. Fólk talar ekki svo mikið um það. En vissir þú að ríkasta landið í allri Evrópu, hvað varðar sjaldgæfa jarðmálma, er Úkraína. 2 – 7 billjónir dollara virði af steinefnum, sjaldgæfum málmtegundum sem okkur vantar á 21. öldinni. Úkraína er tilbúin að gera samning við okkur – ekki Rússa. Það er því í okkar hag að Rússland nái ekki yfirhöndinni.“
„Við getum grætt peninga og verið í efnahagslegu samstarfi við Úkraínu í friði sem væri mjög gagnlegt fyrir okkur. Donald Trump mun gera samning þannig að við fáum peningana okkar til baka og verðum ríkari með sjaldgæfum jarðmálmum. Góðan samning fyrir Úkraínu og okkur.“
Að sögn Graham mun Trump koma á friði. Hann fullyrðir að hundruð milljarða dollara stuðningur Bandaríkjamanna við Úkraínu sé bara „dropi í hafið“ miðað við náttúruauðlindirnar sem Úkraína hefur og getur gefið til baka til Bandaríkjanna.
Sjá ummæli Lindsey Graham hér að neðan:
Einnig má sjá klippur HÉR.