Þýskur ógnardómari ætlar að banna Valkost fyrir Þýskaland AfD

Búist er við því að hin vinstrisinnaða Frauke Brosius-Gersdorf, sem tilnefnd er af sósíaldemókrötum Þýskalands fái sæti í Stjórnlagadómstól Þýskalands. Hún vill banna stærsta stjórnarandstöðuflokk Þjóðverja, Valkost fyrir Þýskaland, AfD, en búist er við að hún gæti jafnvel orðið forseti dómstólsins.

Hún hefur áður sagt í sjónvarpi að Þýskaland sé „sjálfsvarnarlýðræði“ og að til séu „verndarkerfi gegn flokkum sem fylgja ekki stjórnarskránni“ – með beinni tilvísun í AfD.

Í viðtali í spjallþætti Markus Lanz í júlí 2024 harmaði hún, að bann við AfD „myndi ekki losa okkur við stuðningsmenn flokksins.“ Þegar þáttastjórnandinn spurði hvort hún meinti að „útrýma fólki“ svaraði hún: „Auðvitað ekki,“ en bætti síðan ískalt við:

„Við höfum möguleika til að svipta einstaklinga grundvallarréttindum sínum.“

Segir stjórnarskrárbundna skyldu að innleiða skyldubólusetningar

Brosius-Gersdorf hefur einnig ýtt undir skyldubólusetningar og skrifaði árið 2021 að það gæti jafnvel verið „stjórnarskrárbundin skylda til að innleiða skyldubólusetningu.“ Samkvæmt henni ber ríkið ábyrgð á að vernda bólusettan meirihluta frá þeim óbólusettu.

Eftir á hefur komið í ljós að bóluefnið kom ekki í veg fyrir útbreiðslu smits eins og mörg heilbrigðisyfirvöld hafa staðfest.

Hún hefur einnig lagt til að stjórnarskráin verði endurskrifuð með „kynjaréttu tungumáli“ sem þýðir að karlkyni verði skipt út fyrir „alhliða“ orð sem hefur vakið mikla gagnrýni frá íhaldsmönnum.

Flokksþing krata samþykkti að banna Valkost fyrir Þýskaland

Þótt kristilegir demókratar, CDU, hafi áður lýst því yfir að þeir séu bæði á móti því að banna AfD og einnig þeirri kynjastefnu sem Brosius-Gersdorf stendur fyrir, þá hefur flokkurinn samþykkt tillögu sósíaldemókrata um kosningu dómara.

Nýlega samþykkti flokksþing sósíaldemókrata einróma bann við Valkosti fyrir Þýskaland, AfD. Sambandsþinginu þarf fyrst að samþykkja slíkt bann áður en Stjórnlagadómstóllinn tekur fyrir hvort það samrýmist stjórnarskránni. Núna mun Brosius-Gersdorf gegna lykilhlutverki hjá Stjórnlagadómstólnum og er einnig nefnd sem hugsanlegur næsti forseti dómstólsins.

Fara efst á síðu