Le Pen hótar að fella fjárlög frönsku ríkisstjórnarinnar

Marine Le Pen er ofsótt með sams konar aðferðum og beitt hefur verið gegn Donald Trump og Bolsonaro fv. forseta Brasilíu. Reynt er að hindra að Le Pen geti boðið sig fram til forseta Frakklands í næstu forsetakosningum. Hún fékk 41,45% í síðustu forsetakosningum.

Samkvæmt Reuters er Þjóðfylkingunni, flokki Le Pen haldið utan við allar mikilvægar stjórnmálaákvarðanir franska þingsins. En flokkurinn er með tromp á hendi, þar sem ríkisstjórnin er háð því að flokkurinn annað hvort greiði með fjárlögunum eða leggi niður atkvæðin. Þjóðfylkingin ásamt nokkrum vinstri flokkum gagnrýna fjárlögin sem innihalda auknar álögur á smáfyrirtæki og ellilífeyrisþega. Le Pen hótar að fella fjárlögin nema að breytingar verði gerðar. Nái fjárlögin ekki fram að ganga á þinginu myndi það að öllum líkindum leiða til stjórnarkreppu í Frakklandi.

Ríkisstjórn Michel Barnier gæti reynt að samþykkja fjárlögin án atkvæðagreiðslu en má þá búast við að vantrauststillaga komi fram á þinginu. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar reyna að hræða stjórnarandstöðuna með því, að hún leysi úr læðingi stjórnar- og efnahagskreppu álíka og í Grikklandi ár 2008.

Fara efst á síðu