Uppreisn gegn bresku ríkisstjórninni

Nafnaundirskriftalisti í Bretlandi sem kallar á nýjar kosningar í landinu vegna óánægja með ríkisstjórn Keirs Starmer stækkar með þvílíkum krafti að annað eins hefur ekki sést áður í Bretlandi. Þúsundir manns skrifa undir – á örfáum mínútum. Alls hefur undirskriftasöfnunin nú tæplega 2,5 milljónir undirskrifta.

Undirskriftasöfnunin er gerð í þeim tilgangi að knýja á um nýjar kosningar í Bretlandi og hún hófst í síðustu viku. Þegar fleiri en 100 þúsund undirskriftir hafa safnast í slíkum herferðum er hægt að taka málið til umræðu á breska þinginu.

Staðan þegar greinin var skrifuð. Sjá má á síðunni hvernig tölurnar hækka næstum á hverri sekúndu. Í gær höfðu 1,5 milljónir skrifað undir, þannig að hraðinn í augnablikinu eru ein milljón manns á sólarhring!

Markmið þeirra sem standa að baki undirskriftarlistanum er að koma ríkisstjórn Verkamannaflokksins með Keir Starmer í fararbroddi frá völdum. Undirskriftasöfnunin fékk strax byr undir báða vængi og eykst um eina milljón undirskrifta á sólarhring eins og stendur. Sagt er að þetta sé „hraðast vaxandi undirskriftalisti Bretlands frá upphafi.“ Nigel Farage skrifar á X:

„Ég hef aldrei séð annað eins.“

Fara efst á síðu