Mikið var um dýrðir í Hvíta húsinu og í garðinum fyrir utan á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna 4. júlí. Trump og eiginkona hans horfðu á flug herflugvéla fyrir ofan Hvíta húsið en Trump heiðraði sérstaklega þá sem nýlega flugu alla leið til Íran til að stöðva kjarnorkuáætlun Írana. Trump sagði í ræðu við tilfellið (sjá YouTube að neðan), að undir stjórn fyrirrennarans Bidens hefði gengið illa að fá fólk til herþjónustu, lögreglu- og slökkviliðsstarfa en núna væri öldin önnur og fólk streymdi til starfanna.
Trump segir Bandaríkin vera enn á ný orðið forysturíki heims sem njóti virðingar eftir vanrækslu fyrri ríkisstjórnar. Nefndi hann sérstaklega sneypulegan viðskilnað Bandaríkjamanna í Afghanistan en Biden skildi eftir nútímavopn Bandaríkhers fyrir Talíbana.
Trump sendi einnig frá sér sérstök skilaboð á 249 afmælisdegi stjórnarskrárinnar.



