Varnarmálaráðherra Belgíu ybbar sig við Rússa: „Þá munum við jafna Moskvu við jörðu“

Belgía mun bregðast hart við ef Rússland notar kjarnorkuvopn gegn Evrópu, segir varnarmálaráðherra landsins, Theo Francken (á mynd ©Wikadvisor21). Samtímis viðurkennir hann að hið fjölmenningarlega Nató-ríki fái í engu ráðið við glæpahópana í landinu án aðstoðar hersins.

Francken segir við blaðið De Morgen:

„Pútín veit að ef hann fer að leika sér með kjarnorkuvopn þá mun Moskva hverfa og dagar heimsins verða taldir.“

Þegar ráðherrann var spurður hvort hótanir frá Vladímír Pútín gætu skapað hættu á kjarnorkuárás á Brussel svaraði hann samkvæmt fjölmiðlinum Mandiner:

„Nei, því þá mun hann ráðast á hjarta Nató og þá munum við jafna Moskvu við jörðu.“

Francken lýsir Rússlandi sem stórveldi á heimsvísu með sterkan her og „ógnvekjandi baráttuanda“ en hann telur ekki að Pútín þori að ganga of langt. Hann lýsir einnig yfir trausti á að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni virða 5. grein Nató um sameiginlegar varnir.

Hann hafnar alfarið hugmyndinni um sameiginlegan evrópskan her.

„Allir sem trúa á evrópskan her eru að selja loftkastala. Sem betur fer höfum við Nató, sem hefur enn og aftur sýnt fram á árangur með loftvörnum í Póllandi og Eistlandi.“

Heima fyrir er öryggið þó ekki alveg eins frábært. Francken gagnrýnir vaxandi glæpi innflytjenda í Brussel og segist vera sammála leiðtoga frjálslynda flokksins, George-Louis Bouchez, um að það gæti orðið nauðsynlegt að senda herinn á vettvang:

„Ef við tökumst ekki á við stríðið gegn fíkniefnum og öryggisleysinu, þá mun krabbameinið í Brussel breiðast út til flæmska Brabant. Ef það þarf einkennisbúna hermenn á götunum, þá munum við gera það.“

Fara efst á síðu