Varar við hruni iðnaðarins í Evrópu

Verksmiðjur loka, innflutningur eykst og störfin hverfa. Framtíð Evrópu lítur ekki björt út eins og er og sérfræðingur varar við hörmulegum afleiðingum.

Antwerpen-yfirlýsingin var ákall um að efla hlut iðnaðarins í loftslagsstefnu ESB og var undirrituð af 1.319 fyrirtækjum í 25 starfsgreinum. Á iðnaðarsvæði Evrópu ríkir samt kyrrstaða/status quo með áframhaldandi háu orkuverði og umfangsmiklu skrifræði ESB með ný smámunasömum reglugerðum. Marco Mensink, forstjóri iðnaðarsamtakanna Cefic og frumkvöðull Antwerpen-yfirlýsingarinnar, segir við sænska blaðið Näringslivet:

„Ursula von der Leyen og teymi hennar hafa skilið alvarleikann – eins og Macron og Mertz. En ESB-vélin undir þeim skortir hæfileika til að vinna hraðar.

Það er mikill pólitískur vilji á æðsta stigi en enginn hraði í framkvæmdinni. Á vettvangi hefur ekkert breyst og fyrirtækin standa frammi fyrir afleiðingunum á hverjum einasta degi. Ég óska að ég vissi hvernig við fáum raunverulegar aðgerðir framkvæmdar.“

Cefic hefur yfir 30.000 evrópsk efnafyrirtæki innan vébanda sinna og er öflug rödd í umræðunni um iðnaðarstefnu ESB. Mensink bendir á að pólitísk markmið hinna svo kölluðu grænu umskipta rekast í auknum mæli á raunveruleika iðnaðarins.

Í heildina hefur þetta skapað það sem Mensink kallar hinn „fullkomna storm“ sem er alvarlegt mál, þar sem verksmiðjur loka og störfin hverfa.

ESB finnur hvernig ísinn brestur undan fótum þeirra

Mensink bendir á háan orkukostnað sem stærstu ógn við evrópskan iðnað. Í ESB er gasverð þrisvar sinnum hærra en í Bandaríkjunum og rafmagnsverð er tvöfalt hærra. Þetta hefur leitt til þess að margar fjárfestingar flytja til annarra markaða. Til að endurheimta samkeppnishæfni þarf gríðarlega fjárfestingu í nýrri orkuframleiðslu.

Yfirráð Kína eru ekki aðeins efnahagsleg áskorun heldur einnig ógn við öryggið. Eins og er koma 95% allra vítamína í Evrópu frá Kína og það sama gildir um efni til heilbrigðisþjónustu og varnarmála.

Mensink bendir á að iðnaður sé undirstaða velmegunar Evrópu og án hans séu engin störf, rannsóknir eða opinberar tekjur til velferðarmála.

Fara efst á síðu