Frakkland hefur ákveðið að loka vefsíðu kínverska verslunarrisans Shein eftir að upp komst að fyrirtækið seldi barnakynlífsdúkkur á netinu. Frönsku neytendasamtökin DGCCRF kærðu Shein til saksóknara Parísar eftir að það uppgötvaðist að fyrirtækið seldi barnakynlífsdúkkur á heimasíðu sinni. Yfirvöld segja að enginn vafi hafi leikið á barnaklámseinkennum í markaðsfærslu vörunnar.
Shein hefur tekið burtu kynlífsdúkkurnar af heimasíðunni og segist hætta sölu þeirra alfarið. Shein opnaði fyrstu búð sína í París í vöruhúsi BHV samtímis sem mótmælendur hrópuðu „skammist ykkar” að viðskiptavinum sem stóðu í biðröð eftir að vöruhúsið opnaði.
Franska fjármálaráðuneytið sagði að ferlið tæki „eins langan tíma og nauðsyn krefði þar til vettvangurinn gæti sannað fyrir yfirvöldum að allur söluvarningur þeirra væri í samræmi við lög og reglugerðir okkar.“
Saksóknarinn í París rannsakar einnig Temu, AliExpress og Wish vegna gruns um barnaklám.
Shein sagði að fyrirtækið ynni með yfirvöldum og hefði bannað sölu á barnakynlífsdúkkum um allan heim. Það sagði einnig að það lokaði fyrir reikninga sem tengdust ólöglegum skráningum og myndi auka allt eftirlit.
Tískuhönnuðurinn Agnès B tilkynnti að hún hætti hjá vöruhúsinu BHV í mótmælaskyni, að sögn BBC News.
Eigandi BHV, Frédéric Merlin, íhugaði að slíta samstarfinu en dró það til baka eftir að hafa fengið svar frá Shein.
„Það sannfærði mig um að halda áfram“ sagði hann og bætti við að fötin sem Shein seldi væru ekki framleidd af misnotuðum verkamönnum eða börnum.
