Sjálfíkveikja rafbíls leiddi til þess að margir aðrir bílar skemmdust og senda varð um tvo tugi manns á sjúkrahús.
Hið hrikalega atvik gerðist að morgni 1. ágúst, þegar kviknaði í rafmagns Mercedes-Benz EQE, þar sem bíllinn var í troðfullu bílskýli neðanjarðar í íbúðasamstæðu í Incheon, Suður-Kóreu. Bifreiðin var hvorki í hleðslu né í gangi þegar kviknaði í henni.
Samkvæmt Korea JoongAng Daily fékk slökkviliðið tæp 200 símtöl á meðan eldurinn breiddist út og svartan reyk lagði upp í himininn.
Alls komu 177 fyrstu viðbragðsaðilar til að berjast við eldinn og sjá um rýmingu fólks úr húsnæðinu. Þrátt fyrir gríðarleg viðbrögð tók það björgunarsveitir átta klukkustundir að slökkva eldinn að fullu.
Alls var 106 manns bjargað þegar reyk lagði yfir svæðið og 103 aðrir voru fluttir á brott. Ekki er vitað um dauðsföll en 21 manns voru flutt á sjúkrahús með sár sem viðkomandi fengu í brunanum. Þar á meðal voru nokkur börn og slökkviliðsmaður.
Myndskeið eftirlitsvéla í bílskýlinu sýndi hvítan reyk koma frá Benz-bílnum. Síðan varð sprenging nokkrum sekúndum síðar og eldurinn tók við.
Í uppfærslu 5. ágúst greindi Korea JoongAng Daily frá því að rafbíllinn hefði rafgeyma sem framleiddar voru í kínversku fyrirtæki. Fulltrúi land-, mannvirkja- og samgönguráðuneytisins sagði:
„Samkvæmt skýrslu Mercedes-Benz Kórea sendi okkur, þá eru rafgeymarnir frá Farasis Energy.”
Farasis hefur aðsetur í Ganzhou, Kína, og er einn af tveimur birgjum sem Mercedes fær rafgeyma frá. Hitt fyrirtækið, Contemporary Amperex Technology, hefur einnig aðsetur í Kína. Samkvæmt The Chosun Daily eru fleiri en 3.000 rafknúnir Mercedes-Benz EQE með Farasis rafgeyma í Suður-Kóreu.
Á meðan yfirvöld rannsaka orsök eldsins virðast neytendur vera að snúast gegn Mercedes-Benz í Kóreu vegna viðbragða fyrirtækisins eftir brunann. Samkvæmt The Korea Times, þá glatar Mercedes Benz trausti sínu í landinu vegna „lélegra“ viðbragða við eldinum. Benz í Kóreu neitar að biðjast opinberlega afsökunar á brunanum en heitir framlagi að upphæð 4,5 milljarða kóreskra wona (um það bil 3,3 milljónir dollara).
Að auki dylur Mercedes Benz upplýsingar um rafgeymabirgðakeðju sína að mestu leyti, þrátt fyrir áhyggjur neytenda. Mercedes Benz skrifaði undir 10 ára samning við Farasis árið 2018, sem bindur bílarisann við rafgeymaframleiðandann í nokkur ár í viðbót, skrifar Korea JoongAng Daily.
Þessi grein birtist upphaflega á The Western Journal.