Orbán leiðir bandalag ESB-ríkja gegn stríðsstefnu ESB í Úkraínu

Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, byggir upp bandalag innan ESB ásamt Tékklandi og Slóvakíu sem fer gegn stríðsstefnu ESB í Úkraínu. Markmiðið er hægja á og stöðva áframhaldandi stuðning ESB við stríðið. Miðað við ræðu Ursulu von der Leyen á Norðurlandaráði í gær sem lofaði að ESB myndi halda lengur út en Pútín, þá er ESB búið að viðurkenna beina aðild að stríðsátökum við Rússland. ESB-elítan er farin á taugum vegna Viktor Orbáns.

Þannig sagði Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, við TV4 að hann teldi það alvarlegt að Viktor Orbán myndaði bandalag gegn stríðsstefnu ESB.

Balazs Orbán, stjórnmálaráðgjafi Orbáns, segir í viðtali við Politico að verið sé að mynda nýjan hóp:

„Hann er í gangi og verður sífellt sýnilegri. Þetta virkaði mjög vel á meðan flóttamannakreppan stóð yfir.”

Ráðgjafinn vísar til fyrra Visegrad-samstarfs við nágrannaríki Mið-Evrópu og bendir á Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, og Andrej Babis, forsætisráðherra Tékklands, sem eðlilega samstarfsaðila.

Politico metur að sterkt bandalag sé enn í fjarska en að slíkt bandalag gæti stöðvað hernaðarlegan og efnahagslegan stuðning ESB við Úkraínu.

Ulf Kristersson (M) forsætisráðherra Svíþjóðar, sem eins og margir ESB-stjórnmálamenn, reynir að græða á vopnasölu til stríðsins varar við afleiðingum ungversku stefnunnar. Hann segir í viðtali við TV4:

„Við höfum barist við þessa andspyrnu í langan tíma núna. Sem blokk er hún frekar lítil, Ungverjaland er að ýta sinni stefnu áfram, yfirleitt alfarið ein. En það er nógu slæmt.

Ungverjaland hefur rangt fyrir sér og við hin höfum rétt fyrir okkur, en sem blokk myndi ég segja að þetta sé frekar takmarkað.”

Fara efst á síðu