Hinar hrottalegu óeirðir sem brutust út í Amsterdam þegar ráðist var á gyðinga sem studdu ísraelskra knattspyrnu hafa leitt til harðrar fordæmingar umheimsins. Heimspekilögfræðingurinn Eva Vlaardingerbroek segir atburðinn vera afleiðingu af galopnum landamærum og meira en gyðingahatur.
Hinar ofbeldisfullu óeirðir sem brutust út milli stuðningsmanna ísraelska knattspyrnufélagsins Maccabi Tel Aviv og Araba í Amsterdam hafa verið harðlega fordæmdar víða um heim. Hollenskir stjórnmálamenn fordæmdu gyðingahatrið sem birtist í óeirðunum. Ísraelsk stjórnvöld sendu leiguflugvélar til að sækja landsmenn sína og koma þeim heim.
Hefur lengi hrjáð hollensku þjóðina
Geert Wilders, Marine Le Pen og Charlie Weimers gagnrýndu ofbeldismennina og sögðu óeirðirnar minna á dökka tíma í Evrópu og líkjast gyðingaveiðum. Eva Vlaardingerbroek segir málið aðeins flóknara, þar sem ofbeldið sem Ísraelsmenn máttu þola sé í raun hversdagsmatur fyrir Hollendinga. Þeir geta lent í því að vera rændir og áreittir daglega, án þess að það leiði til neinna aðgerða eins og að vísa ofbeldisseggjum úr landi.
Eva Vlaardingerbroek skrifar á X:
„Þetta er ekkert „nýtt“ eða einungis bundið við gyðingahatur. Sérstaklega hafa marokkósku „ungmennin“ verið að áreita, elta uppi og kvelja innfædda Hollendinga í áratugi án þess að yfirvöld hafi skipt sér af því. Við sem þorðum að tjá okkur vorum stimpluð sem rasistar, n*zistar og og lögð í einelti.“
Sterk rök gegn fjölmenningu
Vlaardingerbroek segir fjölmenninguna ekki virka. Flestir „innflytjendanna“ sem tóku þátt í óeirðunum eru fjórða eða fimmta kynslóð innflytjenda, sem hafa fæðst og alist upp í Hollandi og eiga foreldra og afa og ömmur sem ólust þar upp.
„Munum að þessir ungu „flóttamenn“ eru oft fjórða eða fimmta kynslóðin [sem hefur búið hér]. Það er varla hægt að kalla þá innflytjendur, en þeir eru andsnúnari Vesturlöndum en foreldrar þeirra og afar og ömmur. Hugmyndin um að „samþætting komi með tímanum“ er lygi sem hægt er að hrekja með beinum hætti þegar ástandið í Hollandi er skoðað.“