Frá Aftonbladet berast þær fréttir í dag, að mörg yfirvöld í Svíþjóð séu með samræmda aðgerðir gegn græna stálfyrirtækinu Stegra í Boden. Mikill fjöldi lögreglumanna er á staðnum og lögregluþyrlur sveima í loftinu fyrir ofan hálfbyggða verksmiðju fyrirtækisins.
María Fredriksson, blaðafulltrúi lögreglunnar í Norður Svíþjóð segir:
„Við erum með aðgerðir ásamt nokkrum öðrum yfirvöldum og rannsökum vinnuaðstæður á staðnum. Það eru Vinnumálastofa og Skatturinn sem standa að aðgerðinni ásamt lögreglunni.”
Spurð hvort grunur leiki á einhverjum afbrotum segir María að lögreglan muni síðar ræða málið opinberlega. Aftonbladet segir að verið sé að rannsaka fleiri byggingarfyrirtæki og Maria segir að aðgerðin beinist gegn lögbrotum í atvinnulífinu. Lögreglan sást kanna skilríki að minnsta kosti 80 manns á bílastæðinu fyrir utan vinnustaðinn og voru margir færðir burtu til nánari yfirheyrslu hjá lögreglunni. Verið er að rannsaka ólöglega innflytjendur í störfum á lágum launum, brot á útlendingalögum og ólöglegu vinnuafli. Mörg fyrirtæki sem vinna á staðnum eru erlend.
Heimildir Aftonbladets segja að efnahagur Stegra sé undir miklum þrýstingi og það talið geta ýtt undir fúsk í vinnubrögðum. Til dæmis er nefnt að erlendir verkamenn hafi þurft að bíða eftir launum í níu mánuði og sumir hafa engin laun fengið.
Fyrirtækið Stegra hét áður H2 Green Steel. Stofnandi og stærsti eigandi er milljarðamæringurinn Harald Mix sem fjárfest hefur í Stegra gegnum fjárfestingarfyrirtækið Vargas. Hann var einnig með og stofnaði rafgeymaverksmiðjuna Northvolt sem fór á hausinn áður en nokkur rafgeymir var framleiddur.
