Páll Vilhjálmsson, bloggari landsmanna númer eitt, skrifar skarpan pistil á blog.is um áform ESB að stækka sambandið á Norðurslóðum með innlimun, Íslands, Noregs og Grænlands í sambandið. Bæta má við einnig að þvinga á Dani og Svía til að tak upp evru og hefur Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, þegar tekið upp evrumálið að nýju en Svíar höfnuðu evrunni í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2003. Svíar hafa skuldbundið sig að taka upp evru en Danir ekki. Þjóðólfur hefur áður skrifað um stækkunaráform ESB sem meðvitað notar Úkraínustríðið og Rússagrýluna til að hræða Íslendinga inn í ESB.
Páll hittir naglann á höfuðið í skilgreiningu sinni um að „litið er á Ísland sem veikasta hlekkinn í yfirtöku ESB á þrem lykilríkjum: Grænlandi, Íslandi og Noregi.“ Páll skrifar:
„Grænland fór inn í Evrópusambandið með Danmörku snemma á áttunda áratug síðustu aldar. Heimastjórn fékk Grænland 1979 og sagði sig úr Evrópusambandinu sex árum síðar, í byrjun árs 1985. Ísland sótti um aðild að ESB í taugaveiklun eftirhrunsins, árið 2009, en afturkallaði umsóknina 2012 er ljóst var að landsmenn höfuðu engan áhuga á að framselja forræði íslenskra mála til Brussel. Viðreisn er eini stjórnmálaflokkurinn hér á landi með þá stefnu að Ísland gangi í Evrópusambandið.“
Páll greinir frá skýrslu hugveitunnar Heinrich Böll (sjá pdf að neðan) sem hefur 300 manns í vinnu og rekstrarfé frá ESB. Skýrslan fjallar um norðursókn ESB. Páll skrifar:
„Heiti skýrslunnar er Stækkun ESB í norður í sjónmáli? Frumkvæði á óvissutímum. Í skýrslunni er dregin upp áætlun um að taka Grænland, Ísland og Noreg inn í Evrópusambandið. Úkraínustríðið annars vegar og hins vegar forsetatíð Trump knýja á um að ESB nýti sóknarfæri á norðurslóðum, segir í skýrslunni. Landvinningar valdefli sambandið og gefi endurnýjaðan tilgang.
Ísland er talið lykilríki til að fá Grænland og Noreg inn í sambandið. Vísað er til þess að sitjandi ríkisstjórn Íslands sé áhugasöm um ESB-aðild. Lagt er til að ESB geri Íslandi tilboð í sjávarútvegsmálum ,,sem ekki er hægt að hafna.” Orðalagið er beint upp úr mafíubókmenntum – þýðir að dauðasök sé að neita tilboði guðföðurins. ESB hefur ýmsar leiðir til að herja á íslenska hagsmuni, ekki síst í gegnum EES-samninginn.
Viðreisn undir forystu Þorgerðar Katrínar utanríkisráðherra er potturinn og pannan í sókn Evrópusambandsins í norðri. Að kröfu Viðreisnar var sett í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin hér á landi um að sækja um ESB-aðild. Brussel nýtir sér veikasta hlekkinn, Viðreisn, og stefnir á innlimun Íslands.“
Landráðakæra á hendur formanni Viðreisnar á því fullan rétt á sér. Vonandi verður hún sek fundin og hlýtur refsingu fyrir svikin við þjóðina. Skýrsluna má sjá hér að neðan:
