Hrokagikkurinn Trudeau segir Tucker Carlson „á launaskrá hjá Pútín“

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur sýnt hvernig hann ætlar endanlega að komast yfir gríðarlegar óvinsældir sínar og líma sig í ráðherrastólinn: Allir óvinir hans eru á launaskrá hjá Vladimír Pútín!

Að Trudeau sé að ásaka aðra um erlend tengsl er algjörlega fáránlegt, þar sem hann liggur sjálfur undir grun um erlend tengsl Trudeau stofnunarinnar við Peking. Trudeau segir stjórnarandstöðuþingmenn vinna fyrir erlenda aðila og núna ásakar hann og hefur sagt undir eið, að Tucker Carlson sé fjármagnaður af rússneskum ríkisfjölmiðlum. Sannanir? Engar, það er ekki stíll Trudeau eða neinna annarra alþjóðasinna, að leggja fram neitt svo aumkunarvert sem einhverjar sannanir.

Newsweek greinir frá því, að Trudeau hafi ásakað Tucker Carlson og samherja hans Jordan Peterson um þiggja greiðslur frá Rússlandi, þegar hann bar vitni í opinberri rannsókn á erlendum afskiptum í vikunni. Trudeu var að fjalla um meint rússnesk áhrif í Kanada gegn bóluefnum í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum á meðan kanadískir vörubílstjórar skipulögðu mótmæli gegn harðstjórn yfirvalda í Covid-19. Trudeu sagði:

„Við sáum boðskap gegn bólusetningum í bílalestinni á meðan á heimsfaraldrinum stóð sem voru mögnuð upp af rússneskum áróðri, sérstaklega í fjölmiðlum hægrimanna.“

Trudeu sagði einnig, að margir fjölmiðlar og fjölmiðlamenn hafi dreift „áróðri fyrir Pútín“ varðandi Úkraínustríðið:

„Við höfum séð að Rússneska Ríkissjónvarpið RT fjármagnar bloggara og aðra YouTube persónuleika til hægri eins og Jordan Peterson. Önnur nöfn eru vel þekkt eins og Tucker Carlson sem magna upp boðskap sem ætlað er að valda óstöðugleika í lýðræðisríkjum.“

Trudeau hafði að sjálfsögðu engar sannanir fyrir þvælunni og Newsweek gat ekki getað sannreynt innihaldið. Tucker Carlson Network hefur neitað að hafa „samið við ríkisfjölmiðil í neinu landi.“

Það kemur ekki á óvart að forréttindamaður sem fyrirlítur sannleikann reyni að nota sömu „Rússland, Rússland“ lygina sem fór marga kollhnísa í Bandaríkjunum, þegar upp komst um lygaáróður demókrata gegn Donald Trump.

Samkvæmt skoðanakönnunum er Poilievre, leiðtogi Íhaldsflokksins, vinsælasta forsætisráðherraefni Kanada með 35,1%. Trudeau fær aðeins 19,4% og á hælum hans er Jagmeet Singh, leiðtogi Nýja Lýðræðisflokksins NDP með 18,5%.

Fara efst á síðu