Rafmótorhjólframleiðendur á hausnum

Rafmótorhjólaiðnaðurinn er í mikilli kreppu. Ítalska fyrirtækið „Energica“ er nýjasta gjaldþrotið í flóðbylgju gjaldþrota hjá fyrirtækjum í bransanum.

Þrátt fyrir umtalsverða fjárfestingu alþjóðlega bílarisans Ideanomics fyrir rúmum tveimur árum síðan, þá berast núna þær fréttir, að Energica sé á hausnum.

Energica var stofnað árið 2010 og hefur síðan verið þekkt vörumerki í greininni. Framtíðarhorfur félagsins lofuðu góðu þegar Ideanomics keypti félagið árið 2022 með von um að styrkja markaðsstöðu þess. En allt fór á hvolf þegar loftið fór úr raforkubólunni ár 2022 og núna stjórnar gjaldþrotastjóri félagsins almennu uppboði á eignum félagsins.

Gjaldþrotið kemur skömmu eftir að Sweden’s Cake, sem einnig framleiddi rafmagnsmótorhjól, fór á hausinn fyrr í ár, þrátt fyrir miklar fjárfestingar sænskra lífeyrissjóða.

Ólíkt Asíu, þar mikil eftirspurn er eftir tveggja hjóla rafbílum sem eru nokkur konar vespur og eru ódýr farartæki þar, þá er sala rafmótorhjóla léleg í Evrópu og Bandaríkjunum.

Markaðurinn í Asíu er í örum vexti fyrir rafknúin tvímótorhjól og fyrir vestræna rafbílaframleiðendur sem eiga erfitt með að aðlaga vörur sínar að Asíumarkaði er vandinn mikill að komast inn á markaðinn. Spurningin er núna, hvort fleiri rafmótorhjólaframleiðendur verði gjaldþrota eins og Cake og Energica eða hvort hægt verði að snúa þróuninni við.

Fara efst á síðu