The Guardian greinir frá því, að læknakennsla í Evrópu muni fljótlega beina athygli að sjúkdómum sem tengjast meintum loftslagsbreytingum. WHO, Astra Zeneca, Novo Nordisk, Roche og fjölda annarra lyfjarisa standa að baki þessari nýung.
Verið er að gera „græna endurskoðun“ á læknamenntuninni til að undirbúa framtíðarlækna fyrir þær „heilbrigðisáskoranirnar“ sem fullyrt er að muni stafa af hlýnun jarðar. Meðal annars verður lögð mikil áherslu á sjúkdóma í Evrópu sem dreifast með moskítóflugum.
Læknanemar munu einnig læra að aðlaga meðferðir út í frá loftslagsáhrifum frekar en hefðbundnum læknasjónarmiðum um skilvirkni og öryggi sjúklinga, til dæmis meðhöndlun hitaáfalla og að nota umhverfisvænni astmainnöndunartæki. Háskólinn í Glasgow leiðir verkefni 25 læknaskóla í löndum eins og Bretlandi, Belgíu og Frakklandi, þar sem loftslagi er bætt inn í læknanám yfir tíu þúsund læknanema.
Dr. Camille Huser hjá Glasgow háskóla segir við The Guardian:
„Læknar framtíðarinnar munu sjá mismunandi einkenni og sjúkdóma sem ekki sjást núna. Þeir verða að vera meðvitaðir um það svo þeir geti þekkt það.“
Fullyrt er að einkenni og fylgikvillar sjúkdóma eins og sykursýki munu verða alvarlegri í breyttu loftslagi.
Auk þess að fá þjálfun í að takast á við óvenjulega en pólitískt áhugaverða sjúkdóma eins og hitaáfall, þá læra nemendur einnig hvernig minnka megi „kolefnisfótspor“ heilsugæslunnar.
Búist er við að loftslagsvitund verði fengin í gegnum læknanámið til að tryggja að framtíðarlæknar séu vel í stakk búnir til að „mæta loftslagstengdum heilsuáskorunum.“