ESB getur ekki sætt sig við, að Ungverjaland fari með formennsku í ESB sem landið gerir samkvæmt reglum ESB. Formennska leiðtogaráðsins skiptist milli aðildarríkjanna hálft ár í senn. Nýlega hittust ráðherrar sambandsins til að ræða Ungverjalandsmálið og þá kom næsta skot fýlupúkanna í Brussel: ESB mun ekki fylgja reglum sambandsins um ráðherrafundi í formennskuríkinu heldur mun halda utanríkis- og varnarmálaráðherrafund í Brussel í stað Búdapest.
Stríðsæsingarelíta ESBl getur ekki hamið reiði sína vegna þess að Ungverjaland reynir að miðla friði í Evrópu. „Leiðtogarnir” eru í áberandi uppnámi vegna friðarferða Viktors Orbáns, forsætisráðherra Ungverjalands, til Rússlands og Kína og gleyma því, að Orbán heimsótti einnig Volodymyr Zelenskyi, forseta Úkraínu.
Yle greindi frá því, að Josep Borell, utanríkismálastjóri ESB, hafi lýst því yfir að utanríkisráðherrar sambandsins myndu ræða aðgerðir gegn Ungverjalandi á fundi sínum sem núna hefur verið haldinn. Þar var ein ákvörðunin sú, að ESB muni halda næsta fund utanríkis- og varnarmálaráðherra í Brussel í stað Búdapest samkvæmt venju. Fundurinn samþykkti þessa ákvörðun til að sýna Ungverjalandi, hver það er sem ákveður hvar skápurinn á að standa í ESB. Skápur sem inniheldur stríð, peningaaustur skattgreiðenda og er reiðubúinn að leggja Evrópu í rúst. Friður á ekki heima í þessum ESB-skáp og allt gert til að hefna sín á Viktor Orbán og Ungverjalandi fyrir að vinna að frið í Evrópu.
Stríð er opinber stefna Evrópusambandsins – þeim refsað sem vilja frið
Á fundi utanríkismála á mánudag sagði Borell, að öll aðildarríki ESB – nema Slóvakía – væru mjög gagnrýnin á hegðun Ungverjalands. Að sögn Borell er flutningur fundar utanríkis- og varnarmálaráðherra til Brussel táknræn merki sem verið er að senda Ungverjalandi. Til að bæta gráu á svart, þá hvatti Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, komissjónerana sína til að mæta ekki á fundinn heldur senda embættismenn í staðinn.
Svo virðist sem æsingamenn alheimsstríðs Vesturlanda gegn Rússlandi séu í innbyrðis samkeppni um hver sé stærstur og mestur í fordæmingu á friðartilraunum. Þannig sagði Elina Valtonen, utanríkisráðherra Finnlands, sem tilheyrir SannFinnum, þegar utanríkisráðherrarnir hittust:
„Það er rangt af Ungverjalandi að gefa til kynna að landið sé fulltrúi ESB, þegar valdhafar ferðast til dæmis til Moskvu eða Peking og leggja áherslu á sjónarmið sem ekki samsvara opinberri stefnu Evrópusambandsins.”