ESB hefur gert sjálft sig merkingarlaust með því að útiloka viðræður við Rússa

Evrópskri diplómatíu hefur verið lokið með stríðinu í Úkraínu. Neitað er að ræða við Rússa og í staðinn er kynt undir stríðið. Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, segir samkvæmt fréttum About Hunagry að stjórnmálamenn Evrópusambandsins geri þvert á við það sem þeir eiga að gera.

Í viðtali við ítalska ReteQuattro undirstrikar Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, fáránleikann í meðferð ESB á stríðinu í Úkraínu.

ESB hefði átt að einbeita sér að því að binda enda á stríðið, en í staðinn hefur það kynt undir því. Orbán segir:

„Það er verkefni evrópsku diplómatíunnar að stöðva stríðið. Án stjórnmálasambands mun stríðinu ekki ljúka. Með því að neita að ræða við Rússa, þá hefur ESB gert sig merkingarlaust og með því sett framtíð Úkraínu í hendur Rússlands og Bandaríkjanna.“

Orbán talar einnig um „græna umskiptin“ sem hann lýsir sem miklum mistökum:

„Grænu umskiptin ganga gegn atvinnulífinu í stað þess að vinna með því. Þetta er skaðlegt. Við ættum að hætta þessu og breyta um stefnu.“

Fara efst á síðu