Eftir að vígamenn íslam með tengsl við al-Qaída steyptu Assadstjórninni af stóli í Sýrlandi í fyrra, faðmar Donald Trump hryðuverkaböðulinn Ahmed al-Sharaa sem er tilsettur forseti Sýrlands. Donald Trump hefur tilkynnt að viðskiptahömlum á Sýrland verði aflétt svo landið „geti aftur orðið stórt. Það er þeirra tími að skína, gangi ykkur vel Sýrland.“
Ahmed al-Sharaa er einnig þekktur sem hryðjuverkamaðurinn Abu Mohammad al-Julani. Hann leiddi heilastríðssveit Hayat Tahrir al-Sham, HTS, fyrrum al-Qaída. Það var al-Qaída sem var að baki hryðjuverkaárásarinnar á tvíburaturnana í New York 11. september 2001.
Viðskiptahömlur Bandaríkjanna veiktu Sýrland og áttu sinn hlut í falli Assads. Núna fær Sýrland skyndilega stuðning sífellt fleiri vestrænna ríkja. Þannig ákvað ESB að senda 27 milljarða evra frá skattgreiðendum aðildarríkjanna sem styrk til núvarandi hryðjuverkastjórnar Sýrlands.
Samtímis berast fréttir af viðbjóðslegum morðum og skipulagðri útrýmingu á stjórnarandstæðingum, alavítum og kristnum í Sýrlandi sem hryðjuverkaböðlar HTS standa fyrir og vestrænir fjölmiðlar hafa lítið sem ekkert sagt frá.
Blaðamaðurinn Aaron Maté segir í þætti dómarans Napolitano Judging Freedom (sjá YouTube að neðan):
„Þetta sýnir hvernig yfirráð Bandaríkjanna virka. Það skiptir ekki máli hvort þú ert al-Qaída eða ISIS, ef þú berst gegn andstæðingum Bandaríkjanna eins og var raunin með Assad, þá er allt fyrirgefið og gleymt.“
Að sögn Maté hefði aldrei átt að grípa til refsiaðgerða. En tilgangurinn var að þvinga fram stjórnarskipti sem nú hefur verið gert.
„Hvers vegna refsuðum við þeim upphaflega? Hvers vegna er lögmætt að refsa óbreyttum borgurum vegna þess að maður vill koma stjórn þeirra frá völdum? Þetta er hreinn sadismi.“
„Sú kaldhæðnislega aðferð að kvelja land til undirgefni virkar. Hún virkar.“