Mynd: ÍE. Stella O’Malley, stofnandi og formaður Genspect og Lionel Shriver, rithöfundur og dálkahöfundur (innfelld mynd) á Genspect ráðstefnunni í Albuquerque, Nýju Mexíkó, 2025.
Bandaríski rithöfundurinn Lionel Shriver var ein margra frábæra ræðumanna á Genspect ráðstefnunni sem haldin var í Albuquerque, Nýju Mexíkó 28. – 29. september sl. Eins og venjulega, þegar gagnrýnendur transhugmyndafræði funda, voru öryggisráðstafanir gífurlega strangar; vopnaðir öryggisverðir stóðu vörð um inngang í hótelið og fundarsal. Íris Erlingsdóttir sótti ráðstefnuna fyrir hönd Þjóðólfs og þýddi eftirfarandi grein Lionel, sem hún skrifaði um ráðstefnuna fyrir breska tímaritið Spectator.
Í mörg ár hafa meðlimir “Alþjóðasamtaka fagfólks um transheilbrigði” (WPATH) þóst vera sérfræðingar í læknisfræði og hafa ráðlagt læknum, skólum og fyrirtækjum í Bandaríkjunum um hvernig best sé að meðhöndla hundruð þúsundir einstaklinga, sem af óútskýranlegum ástæðum virðast í óvissu um hvoru kyninu þeir tilheyra (persónulega mæli ég með að kíkja ofan í buxurnar). WPATH er í raun hagsmunasamtök og stormsveitarmenn þeirra eru manískir karlar í kjólum sem hata konur en telja sig um leið vera konur. Gangi þér vel að fatta það.
Í fyrra komu upp á yfirborðið fjöldi WPATH “innanhúss” tölvupósta, sem afhjúpuðu kæruleysi og ábyrgðarleysi samtakanna varðandi „kynstaðfestandi umönnun“ (hvorki staðfestandi né umönnun) fyrir meinta “transunglinga.” Þessir viðkvæmu börn þjást í ríkari mæli en önnur af öðrum geðrænum vandamálum og eru, eins og WPATH-meðlimir viðurkenndu opinskátt sín á milli, ekki hæf til að gefa upplýst samþykki fyrir lífsbreytandi læknismeðferð. Hinir niðurlægjandi og skammarlegu tölvupóstar voru birtir í skýrslu, „WPATH-skjölin“, skrifuð af Miu Hughes og gefin út af hinum virta bandaríska rannsóknarblaðamanni Michael Schellenberger (stofnandi fréttavefsíðunnar Public).
WPATH heldur fjölmennar, háværar ráðstefnur árlega, þar sem meðlimirnir fagna sjálfseitrun og kynfæralimlestingum um allan heim. Undanfarin ár hafa önnur samtök, Genspect, haldið ráðstefnur í sömu borgum og WPATH, en í þeim tilgangi að vekja athygli á hinum fjölmörgu skaðvænlegu afleiðingum sem menningarleg trans-ölvun síðustu 15 ára hefur valdið fjölskyldum, börnum og fullorðnum sem fallið hafa fyrir transkynjakenningum, og aftrönsurum – einstaklingar sem munu bera varanlegt líkamstjón og ævilöng tilfinningaleg ör eftir að hafa vaknað til vitundar um þá staðreynd að “kynskipting” er hvorki möguleg né æskileg.
Helgina 28. – 29. september í Albuquerque, Nýju-Mexíkó, var ég einn af ræðumönnum á Genspect ráðstefnunni. Eins og venjulega, þegar gagnrýnendur transhugmyndafræði funda, voru öryggisráðstafanir gífurlegar.
Eftir að hafa í tvo daga hlustað á ungt fólk, sem eru fórnarlömb þessarar grimmilegu sértrúar, lækna sem eru skelfingu lostnir yfir læknisfræðilegum afleiðingum hennar og sálfræðinga sem eru agndofa á samsekt og meðvirkni samstarfsfólks síns og blaðamenn sem hafa fordæmt markvissar aðgerðir til að rugla skólabörn í ríminu, er erfitt að segja hvort heildaráhrif ráðstefnunnar voru niðurdrepandi eða uppörvandi. Augljóslega er sú staðreynd niðurdrepandi að þessi fáránlega tíska, að þykjast geta skipt um kyn, skuli hafa náð slíkum tökum á almenningi; hvað snertir dellur og dægurflugur, er þessi mun skaðlegri en æðið fyrir gæludýrssteinum eða hlaupahjólum. En það var uppörvandi að sjá þessa fjölmörgu mótmælendur, þ.á.m. þar á meðal örvæntingarfulla foreldra sem hafa misst börn sín til trans-sértrúarsafnaðarins, og tugi fagfólks sem hafa lagt orðstír sinn (og oft eigið öryggi) að veði til að standa gegn undirgefni við kynjafroðukenningar í sínum starfsgreinum.
Áheyrendur og fyrirlesarar voru nokkurn veginn sammála um að hægt og bítandi sé straumurinn að snúast í þessu hrikalega læknisfræðihneysli. Það er sérstaklega að þakka fáeinum hugrökkum konum eins og Bretunum Helen Joyce, Maya Forstater og J.K. Rowling og bandaríska rannsóknarblaðamanninum Abigail Shrier, að nú er mögulegt að segja upphátt það sem fyrir fimm árum hefði verið álitið villutrú sem hefði kostað mann vinnuna.
