Svíar hræddir með dómsdagsáróðri ef ekkert verði að gert í loftslagsmálum

Vatnið er að klárast, búið að loka fyrir rafmagnið, glæpir eru útbreiddir og hvað þá? Á lausnin að vera sú að borða skordýr? Dómsdagsherferð búseturisans HSB í Svíþjóð minnir á kolsvört framtíðaráform World Economic Forum, WEF. Núna er heimsendinum samt frestað frá árinu 2030 fram til ársins 2050.

Í Gautaborg hefur húsnæðisrisinn HSB byggt íbúð í fullri stærð sem mun sýna hvernig daglegt líf gæti litið út árið 2050 ef við breytum ekki lífsháttum okkar. Sýningargestir munu upplifa rafmagnsskort, öryggisleysi og takmarkað vatn segir í áróðursherferð HSB sem búseturisinn telur að muni skapa „afl til breytinga.“

Í vikunni fá útvaldir ráðamenn og blaðamenn að prófa að búa í „kolsvartri framtíð“ þar sem samfélagið hefur hrunið vegna loftslagskreppu og glæpamennsku. En hljómar þetta ekki eitthvað undarlega kunnuglega?

Alþjóðaefnahagsráðið, World Economic Formum, WEF, varaði við svipaðri þróun þar sem lausnin var að „eiga ekkert og vera hamingjusamur“ árið 2030. HSB málar upp sömu framtíð árið 2050.

Hér má lesa um rannsóknir sem sýna að heimsendaáróður loftslagssinna hefur ekki reynst réttur í 50 ár, enginn dómsdagur vegna hins vonda kolvtísýrings hefur enn átt sér stað, þrátt fyrir stanslausar hótanir um hið gagnstæða.

Áróðursmynd sænska búseturisans byggir á efni frá WEF og nýtur stuðnings Vinnova sem er ríkisstofnun til stuðnings þróunarverkefnum atvinnulífsins. Enn á ný er því hampað að við verðum að sætta okkur við að nærast á pöddum og ormum og sænskar bækur gefnar út því til stuðnings.

Greinilega á að hræða Svía til að sætta sig við enn meira eftirlit og undirgefningu við góða fólkið sem allt veit og er að eigin sögn máttugra en sjálfur skapari himins og jarðar.

Fara efst á síðu