Fyrrverandi FBI lögreglumaður útskýrir ofbeldisölduna meðal ungs fólks.
Stuart Kaplan, fyrrverandi FBI lögreglumaður, var í fréttaskýringaþætti Pierce Morgans sl. föstudag. Pierce spurði hann, „hvernig í ósköpunum gat 22 ára ungmenni framkvæmt þetta morð… þessa aftöku?”
Stuart Kaplan:
„Ég á sjálfur tvö börn. Kennslustofur eru orðnar sorpverksmiðjur sem innræta ofbeldi með börnunum okkar. Og kennararnir eru sorpverkfræðingarnir… Þegar ungt fólk lifir að mestu á samfélagsmiðlum eða í vídeóleikjum, taka þau inn allt þetta sorp, til viðbótar við það sem troðið er ofan í þau í kennslustofunum. Og þegar ég segi kennslustofum, þá á ég við barnaskóla, grunnskóla, menntaskóla, háskóla… við höfum séð afleiðingarnar af þessu síðastliðin ár, með Gyðingahatur í þekktustu háskólum Bandaríkjanna. Þessir krakkar hafa verið heilaþvegnir til að trúa því að heimurinn sé einfaldlega rangur. En þau hafa rétt fyrir sér og þau ætla að laga ranglætið. Þess vegna er þessi [morðingi]… 22 ára gamall, fær um að gera þetta. Þetta er ótrúlegt.”
