Sænska kirkjan uppfærir sálmabókina: Nýir sálmar fjalla um loftslagið og innflytjendur

Sænsku kirkjunni er stjórnað af kirkjuþingi sem stjórnmálamenn eru kosnir til. Núna vill kirkjan sýna hvað hún er orðin nútímaleg með því að uppfæra sálmabókina og aðlaga að vóki nútímans. Nýir sálmar eiga að fjalla minna um Guð og Jesús en meira um róttæka loftslags- og innflytjendastefnu vinstri manna.

Þrjú dæmi hér að neðan eru hvorki tekin úr 1. maígöngu jafnaðarmanna né mótmælum Gretu Thunberg. Þetta eru vers úr þremur nýjum sálmum í tillögu sænsku kirkjunnar að nýrri sálmabók:

„Land þar sem börnin fá framtíðartrú, heimili þar sem flóttamaðurinn getur búið, land þar sem umönnun er fyrir sjúka og veikburða, heimili til hvíldar og vinnu.“

„Það rignir á alla sem dreymir um frið, yfir alla þá sem betla um mat og peninga, og alla þá sem orðið hafa að afgreiðslunúmeri, og þá sem komu hingað með allt annan sið.“

„Hvernig þorum við að trúa án gullbrú náttúrunnar? Undur og hringrás sem fyllir lífið með söng. Við eyðileggjum það sem er fyrir okkur, leið okkar að friði, við verðum að berjast fyrir hreinum sjó og loftslagi okkar. Lífum sem bráðum farast!“

Loftslag og innflytjendur

Samræmingarhópur sænsku kirkjunnar fyrir nýju sálmabókina hefur valið 233 tillögur að nýjum sálmum sem voru birtar á vefsíðu sænsku kirkjunnar í síðustu viku. Borist höfðu yfir 9000 tillögur. Kirkjan vill skapa sálma á kynhlutlausu máli. Margt af róttækum vinstri sinnuðum baráttuboðskap er í nýju sálmunum. Presturinn Carl Henric Svanell er með í samræmingarhópi nýju sálmanna. Hann segir í viðtali við sænska sjónvarpið:

„Tónlist og textar eru samdir í nútímanum. Við höfum þemu. Loftslagið gegnir stærra hlutverki, en við höfum líka kynhlutlausa brúðkaupssálma.“

Kynhlutlausir sálmar

„Guð ber umhyggju fyrir kynþætti okkar, hann hefur séð einmanaleika okkar. Hann hefur skapað karl og konu og leitt þau í leyni að samskiptum þar sem þau fundu uppsprettu lífsins.“

Þannig segir í texta vinsæls brúðkaupssálms. Margir sálmar eru í sálmabókinnn um þemað að Guð skapaði manninn í sinni mynd sem konu og karl og um hvernig geta deilt kærleika sínum.

En í tillögu kirkjunnar um nýja hjónasálma hafa allar tilvísanir í „konu og karl“ verið eytt í þágu hins „kynhlutlausa“ orðalags.

Í framtíðinni verða hjón að láta sér nægja að syngja um að „tveir verði einn“ og „Guð blessi það sem gert hefur verið“ ef þau nota einhvern af nýju sálmunum.

Fara efst á síðu