Rubio: Verið er að eyðileggja Úkraínu og þeir missa meira land

„Stríðinu í Úkraínu verður að ljúka núna.“ Þetta segir Marco Rubio, nýr utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í nýju viðtali við Megyn Kelly. Staðan gæti verið svo slæm, að Úkraína sé að eyðileggjast og missi meira og meira land.

Kelly bendir á að „við verðum að vera raunsæ um það að Úkraína hefur tapað.“ Úkraína mun ekki fá fá til baka aftur landsvæði sem þeir hafs misst. Friðarsamkomulag er nauðsynlegt. Að sögn Marco Rubio hefur fólk verið blekkt um gang stríðsins:

„Óheiðarleikinn sem verið hefur til staðar er sá að við létum fólk einhvern megin trúa því að Úkraína gæti ekki aðeins sigrað Rússland, heldur rústað landinu. Að það væri hægt að þrýsta því til baka til tímans eins og heimurinn leit út árið 2012 eða 2014, áður en Rússland tók Krím.“

„Skoðun forsetans er að þetta séu langvinn átök og þeim verði að ljúka. Það verður að binda enda á stríðið með samningaviðræðum.“

„Það mun krefjast harðrar diplómatíu eins og við gerðum áður í þessum heimi þegar við vorum raunsæ. Auk þess verður að vera um haldbæran samning að ræða.

„Það er sannleikurinn. Og ég held að fleiri og fleiri demókratar skilji núna að við höfum fjármagnað pattstöðu, langvinn átök og kannski eitthvað enn verra en pattstöðu þar sem Úkraína eyðileggst smám saman og missir meira og meira landsvæði. Átökin verða því að enda.“

Fara efst á síðu