Merz: Þýskaland mun byggja sterkasta her í Evrópu

Friedrich Merz, nýr kanslari Þýskalands, lofaði í jómfrúrræðu sinni að gera þýska herinn þann sterkasta í Evrópu, að því er Euractiv greinir frá. Á sama tíma benti hann á Rússland sem vaxandi ógn – og sagði að Þjóðverjar yrðu nú að taka meiri ábyrgð á vörnum Evrópu.

Merz sagði í ræðunni í dag sem hann hélt á Sambandsþinginu í dag:

„Styrkur hindrar árásargirni; veikleiki býður upp á árásargirni.

Kanslari Kristilega demókrata lagði áherslu á að alríkisstjórnin muni veita „allar nauðsynlegar fjárveitingar“ til að þýski herinn, Bundeswehr, verði sterkasti hefðbundni her á meginlandinu.

Til að gera hervæðinguna mögulega hefur samsteypustjórnin þegar innleitt breytingar á hart stýrðri skuldastefnu landsins, þrátt fyrir kosningaloforð um hið gagnstæða. Með því að skilja varnarmálaútgjöld umfram eitt prósent af landsframleiðslu frá svo kölluðu skuldaakkeri sem er stjórnarskrárbundið þak á leyfilegum fjárlagahalla Þýskalands, þá opnast núna dyrnar fyrir umfangsmiklar hernaðarfjárfestingar.

Skuldaakkerið hefur lengi vel hægt á endurvopnun Þýskalands og gert það erfitt að ná markmiði Nató um að verja tveimur prósentum af landsframleiðslu til varnarmála.

Fyrri ríkisstjórn undir stjórn Olafs Scholz ræddi um svipaða hernaðaruppbyggingu, en framfarir hafa verið hægar. Samkvæmt nýjustu skýrslu þýska varnarmálaráðuneytisins hefur Bundeswehr nánast staðið í stað – með um 181.000 hermenn í lok árs 2024. Markmiðið var að fjölga upp í 203.000 hermenn fyrir árið 2031.

Fara efst á síðu