Margir spyrja um hvað forsætisráðherra Breta, Keir Starmer ræddi við tvo af alræmdustu hnattræningjum heims, þeim Bill Gates og Larry Fink frá BlackRock? Starmer greindi frá fundum þeirra í færslu á X í gær (sjá að neðan). Fundurinn fór fram á Downingstreet 10 að sögn Umbótaflokks Nigel Farage.
Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands gaf svar fyrir sitt leyti á X:
„Fjárfesting er grundvallaratriði til að þróa efnahagskerfið. Í samstarfi við alþjóðlega samstarfsaðila getum við opnað frekari tækifæri sem Orka Stóra-Bretlands og Þjóðlegi Velferðarsjóðurinn munu skapa í grænum innviðum eins og höfnum, vetnis- og stálverkefnum.”
Í raun þýðir það sem Starmer segir, að hann og ríkisstjórn Bretlands munu opna sjóði landsmanna í verkefni þar sem Bill Gates og Larry Fink fá tækifæri til að fylla vasana með fé breskra skattgreiðenda. Út á það gengur græna byltingin, að flytja fé í skatthirslum ríkisins yfir til risafyrirtækjanna.
Fundur þessi er dæmigerð lýsing á vaxandi fasisma nútímans. Kjörnir embættismenn slaufa kjósendum og þjóð sinni og veðra sig með glóbalistum sem hirða allan peninginn.
Leynifundur
Fyrr í vikunni var haldin efnahagsráðstefna í London, þar sem margir glóbalistar mættu til að ræða grænar fjárfestingar. Fundurinn á Downingstreet 10 kom í kjölfarið. Á X-inu eru vangaveltur um hvað glóbalistarnir ræddu saman á Downingstreet 10. Bæði Larry Fink og Bill Gates eru alræmdir fyrir alþjóðlegar skuldbindingar vegna bóluefna og hamfarahlýnunar. Það sem veldur áhyggjum er að Starmer muni framfylgja verkefnum á skjön við Breta og hagsmuni þjóðarinnar. Margir eins og Umbótaflokkurinn krefjast því, að allar upplýsingar um fundinn og það sem rætt var á honum verði birt opinberlega.