Lygarnar koma upp á yfirborðið – Evrópa vaknar

Svik valdhafanna eru að bresta. Vakning fer eins og „skógareldur í gegnum Evrópu“ segir Mikael Willgert í þættinum Umhverfisgreining hjá Swebbtv. Mikael Willgert ræðir við fyrrverandi þáttarstjórnenda sænska sjónvarpsins SVT, Chris Forsne, um fjölmiðla og skort á alvöru blaðamennsku í Svíþjóð.

Blaðamennskan er ekki lengur jarðbundin. Ekki er kafað djúpt til dæmis í Úkraínustríðið eða Sýrland. En Internetið er lausn fyrir þá sem vilja. Forsne telur að sífellt færri fylgist með hefðbundnum fjölmiðlum. Hún telur að árið 2025 verði mjög spennandi ár, þegar við sjáum vakningu meðal fólks:

„Guði sé lof að við höfum samfélagsmiðlana. Það er hægt að kynnast hlutunum á annan hátt. En heimskunni sem er dreift af starfandi blaðamönnum sem taka störf sín ekki alvarlega, þótt skattgreiðendur borgi þeim laun……“

Vakningin fer eins og skógareldur í gegnum Evrópu

Innflytjendamálin ásamt öðrum málum eru að gefa sig:

„Þetta hefur verið eins og falið kýli sem er að springa núna. Það er margt sem er að gerast í Þýskalandi… Austurríki. Meloni hefur heimsótt Trump í Flórída og svo framvegis. Þannig að ég held að þetta verði ótrúlega spennandi ár.“

Miakel Willgert bendir á að venjulegir blaðamenn hafi „gert svikin möguleg“ og að „vakningin tengist frjálsum fjölmiðlum.“

Sjá má þáttinn í spilaranum hér að neðan:

Fara efst á síðu