Mary Holland, framkvæmdastjóri Heilsuverndar Barna, sem Robert F. Kennedy yngri hefur starfað mikið fyrir, skrifaði nýlega bréf á heimasíðu samtakanna um „breytta stefnu“ Mark Zuckerberg sem kom innan sólarhrings frá því að Heilsuvernd Barna hafði kært Facebook fyrir ritskoðun til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Bréf hennar á erindi til allra og birtist hér í lauslegri þýðingu.
Kæri vinur,
Í tilkynningu í vikunni hélt Mark Zuckerberg því fram að Facebook myndi hætta „staðreyndakönnun“ þriðja aðila. . . til að „endurheimta tjáningarfrelsi“ á Facebook, Instagram og Meta kerfum. Hann viðurkenndi að Facebook hefði „gengið of langt“ með „staðreyndakönnun.“
Áhugaverð tímasetning … innan við sólarhring eftir að Heilsuvernd barna bað Hæstarétt Bandaríkjanna um að taka fyrir ritskoðunarmál okkar gegn Facebook.
Mest af ritskoðunum sem við stóðum frammi fyrir voru gerðar á COVID-tengdum færslum – færslum um aukaverkanir bólusetninga, færslum um aðrar meðferðir eins og ivermektín og hýdroxýklórókín og færslum um mismunandi kenningar, hvort COVID sé upprunnið í náttúrunni eða hafi borist út úr rannsóknarstofu í Wuhan, Kína.
Facebook kæfði umræðurnar niður. Það lokaði fyrir „frjálsa tjáningu“ og skipti á upplýsingum.
Facebook gerði það með því að sparka Heilsuvernd Barna – og mörgum ykkar! — út af Facebook og Instagram. Til að koma í veg fyrir að við spyrðum spurninga og deildum staðreyndum.
Heilsuvernd Barna bíður spennt eftir aðgerðum Mark Zuckerberg til að endurreisa ritskoðaða og bannaða reikninga okkar og margra annarra. Hins vegar þá endar ekki starf okkar þar.
Hversu mörg mannslíf fóru ekki forgörðum eða breyttust að eilífu vegna ritskoðun á mikilvægum upplýsingum?
Hvar er réttlætið fyrir börnin okkar og ástvini?
Það er ekki nóg að skila réttindum tjáningarfrelsis aftur til okkar, það er aðeins byrjunin.
Við munum ekki hætta þessari baráttu fyrr en réttlætinu er fullnægt.
Vinsamlega leggðu fram rausnarlegt framlag til að hjálpa okkur að vinna þetta mál sem og önnur mikilvæg lagaleg baráttumál.
Þakka þér fyrir!