Hálf milljón manns mótmæltu lokun X í Brasilíu

Hálf milljón Brasilíumanna mótmæltu ritskoðun ríkisins á X á laugardaginn í São Paulo og um allt land. Mótmælt er lokun yfirvalda á samfélagsmiðlinum X og ofsóknum valdhafa á hendur stjórnarandstæðingum, blaðamönnum og stjórnmálamönnum. Baráttan gegn ritskoðun í Brasilíu er prófsteinn á hvort málfrelsi heldur velli eða fellur um gjörvallan heim. Glóbalistarnir munu láta kné fylgja kviði annars staðar ef lýðræðið verður undir í Brasilíu.

São Paulo er ein af stærstu borgum heims. Mótmælendur fylltu göturnar og kröfðust afnám ritskoðunar og að hæstaréttardómarinn Alexandre de Moraes verði tekinn fyrir ríkisrétt vegna valdníðslu og brot á stjórnarskrá. Kanadíski frelsismiðillinn „Rebel News” var á staðnum og tók viðtöl við mótmælendur og sendi fréttir í beinni.

Á meðan göturnar fylltust af frelsiselskandi íbúum Brasilíu keyrði einræðisherrann og svindlarinn Lula í opnum forsetabíl sínum á fund í höfuðborginni Brasilíu og á myndbandinu hér að neðan sést, að varla nokkur hræða fór út á götur til að fagna honum:

Michael Shellenberger rannsóknarblaðamaður og uppljóstrari Twitter-skjalanna, tók þátt í mótmælunum ásamt Eduardo Bolsonaro syni Jair Bolsonaro fv. forseta Brasilíu. Shellenberger skrifaði á X:

„Lula forseti Brasilíu og Alexandre de Moraes hæstaréttardómari segja að þeir verði að loka X til að vernda sjálfstæði Brasilíu. X er vettvangur fyrir hættuleg, fölsk og hatursfull orð, segja þeir, og mörg þessara orða brjóta gegn lögum og stjórnarskrá Brasilíu. En ritskoðun þeirra er langt umfram það sem stjórnarskrá Brasilíu leyfir. Ríkisstjórnin krafðist þess, að X og aðrir samfélagsmiðlar myndu ritskoða og banna einstaklinga eins og blaðamenn og stjórnmálamenn. Slík bönn eru siðlaus, ólögleg og stangast á við stjórnarskrá landsins. Þær fela í sér afskipti af kosningum og grafa undan lýðræðinu með því að koma í veg fyrir að frambjóðendur komi málstað sínum á framfæri.”

Ritskoðunarsérfræðingurinn Mike Benz hjá Samtökum netfrelsis „Foundation for Freedom Online“ hefur ítrekað birt færslur um einkastofnanir sem ríkið skipuleggur á bak við tjöldin til að slátra málfrelsi í Brasílíu og almennt á Vesturlöndum. Benz segir að Pentagon, ráðuneyti í Bandaríkjunum, USAID, Atlanthafsráðið og önnur einræðisöfl hafi ýtt undir ritskoðun á stuðningsmönnum Bolsonaro síðan 2019. Samtök netfrelsis hvetja repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings til að grípa til brýnna aðgerða gegn einræðisofsóknum bandarískra valdhafa bæði innanlands sem utanlands.

Fara efst á síðu