Marokkó hindrar tugi þúsunda farandmanna frá því að komast til Evrópu

Farandfólkið sem leitar til Evrópu kemur eftir mörgum leiðum. Alls staðar þar sem hægt er að búa til leiðir inn í ESB, þá fyllast þær af farandfólki. Þetta á ekki síst við ríkin í Norður-Afríku. Tölur einungis frá Marokkó eru gríðarlegar.

Allar leiðir inn í Evrópu, þar sem innflytjendur hafa möguleika á að taka sig inn, eru nýttur til fulls. Skiptir þá engu, hvort það er við landamæri Grikklands og Tyrklands eða landamæri Rússlands og Hvíta-Rússlands sem eru núna undir ströngu eftirliti.

Sú leið sem hefur fengið mesta athygli fjölmiðla er án efa leiðin yfir Miðjarðarhafið. Árlega reyna þúsundir farandmanna að fara yfir Miðjarðarhafið á niðurníddum bátum, sem í mörgum tilfellum er ferðalag beint í dauðann. Mannsmyglarar og aðgerðarsinnar í ESB notfæra sér þetta. Mannsmyglararnir koma farandfólkinu fyrir í bátum nálægt alþjóðlegu hafsvæði og þangað koma aðgerðarsinnarnir á skipum sínum og „bjarga“ þeim á evrópska grund.

Yfirlýsing forseta Túnis veldur uppnámi

Yfirvöld í Norður-Afríkuríkjum eins og Túnis, Líbíu og Marokkó gegna mikilvægu hlutverki til að hamla gegn innflytjendastraumnum. Margir eru stöðvaðir við komuna til landsins og komið er í veg fyrir, að þeim takist að komast um borð í flóttabátana. ESB greiðir löndunum fyrir þau störf.

Kais Saied, forseti Túnis (sjá mynd) sagði í viðtali við Le Monde:

„Innflutningurinn er hluti af glæpsamlegri áætlun til að breyta íbúasamsetningu landsins. Fólksinnflutningarnir miða að því að brjóta niður arabíska-íslamska sjálfsmynd landsins og breyta Túnis í Afríkuríki.“

Yfirlýsing forsetans olli uppnámi bæði heima í Túnis og erlendis. Hann lýsti því, að sumir einstaklingar fái háar fjárhæðir til að veita innflytjendum dvalarleyfi sem koma frá svæðum sunnan við Sahara eyðimörkina. Hann ræddi málið í þjóðaröryggisráði Túnis og sagði, að „hjörð ólöglegra innflytjenda væri orsök ofbeldis, glæpa og óviðunandi athafna í Túnis.“

Nýjir farandmenn bætast stöðugt við

Samkvæmt Reuters hefur Marokkó stöðvað 45.015 farandmenn frá því að fara ólöglega til Evrópu síðan í janúar á þessu ári. Að auki hafa 177 smyglhringir verið stöðvaðir og marokkóski sjóherinn hefur bjargað 10.859 farandmönnum úr sjávarháska. Árið 2023 stöðvaði Marokkó 75.184 innflytjendur á leiðinni til Spánar, sem var 6% aukning frá fyrra ári.

Túnis hefur tekið á móti um það bil 30.000-50.000 farandmönnum sem koma frá löndum sunnan Sahara en margir dvelja í Túnis stuttan tíma fyrir áframhaldandi ferðalag til Evrópu.

Undanfarið hafa Spánn og Marokkó eflt samstarf til að vinna gegn fólksflutningunum. Þegar landamæragæslan er hert í Ceuta sem er í umsjón Spánar, þá fara farandamennirnir í staðinn til Kanaríeyja, sem er fyrir utan Atlantshafsströnd Marokkó. Það þýðir að verja þarf auknu fjármagni til að efla eftirlit þar líka.

Fara efst á síðu