Svíþjóð sendir hermenn til Finnlands

Innganga Svíþjóðar í Nató var kynnt sem ódramatískur atburður sem myndi ekki ógna fullveldi Svíþjóðar. Hins vegar dregst Svíþjóð sífellt dýpra inn í stríðsbandalagið. Nýjustu fréttir eru þær að sænskir hermenn verða sendir til Finnlands til að mynda herdeild Nató ásamt Finnum sem verður staðsett hættulega nálægt landamærum Rússlands.

Hans Blix fyrrverandi kjarnorkuvopnaeftirlitsmaður

Þegar Svíþjóð gekk í Atlantshafsbandalagið var því lýst sem einföldum, jákvæðum hlut. Sífellt meira bendir hins vegar til þess, að það muni fá víðtækari afleiðingar en margir gátu ímyndað sér.

Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur þegar opnað á, að Svíþjóð verði geymsla kjarnorkuvopna. Hinn svokallaði „varnarsamningur“ DCA (Defense Cooperation Agreement) sem gerður var við Bandaríkin í tengslum við Nató-umsóknina þýðir, að bandarískir hermenn ráðstafa sænskum herstöðvum að eigin vild.

Svíinn Hans Blix sem er fyrrverandi eftirlitsmaður kjarnorkuvopna í Írak gagnrýnir samkomulagið við Bandaríkin harðlega.

Sænskir ​​hermenn í Finnlandi

Nú virðist sem Svíþjóð sé að dragast enn dýpra inn í Nató. Sænska Dagblaðið greinir frá því, að sænskir liðsforingjar kunni að verða sendir til Finnlands til að mynda sameiginlegan Nató-her. Um er að ræða hermenn sem staðsettir verða í finnska Lapplandi. Í ljósi þess að sænskir ​​hermenn eru þá staðsettir mjög nálægt rússnesku landamærunum má líta á það sem svo, að Svíar vilja auka möguleikann á átökum við Rússland og hættu á árekstrum. Nafnlaus liðsforingi segir í SVD:

„Sænsku ​​liðsforingjarnir verða hluti af þeirri herstjórn sem stjórnar aðgerðum hermannanna.“

Ekki allt sem sýnist

Líta má á meiri þátttöku Svía í Nató sem leið til að láta það líta út eins og að Svíþjóð sé að vernda frelsi sitt og sjálfstæði, þótt valdhafarnir grafi í reynd undan því skref eftir skref.

Þegar Svíþjóð gekk í Nató hélt forsætisráðherrann því fram að „Nató væru samtök þar sem aðildarríkin vinna saman af frjálsum og fúsum vilja og ákvarðanir eru teknar einróma.“ Sú yfirlýsing verður vafasamari með hverjum degi sem líður.

Fara efst á síðu