Donald Trump / Robert F. Kennedy. (Mynd © Michael Vadon CC 4.0/Gage Skidmore Flickr CC 2.0).
Bandarískir fjölmiðlar fjalla um náin samskipti Donald Trump og Robert F. Kennedy Jr. Rætt er um, að ef Trump vinnur kosningarnar, þá gæti hann tekið með Kennedy Jr. í ríkisstjórnina.
ABC News greinir frá því, að margir heimildarmenn fjölmiðilsins segja, að hugsanlega gæti óháði forsetaframbjóðandinn og bóluefnagagnrýnandinn Robert F. Kennedy fengið stöðu hjá heilbrigðismálaráðuneytinu í væntanlegri ríkisstjórn.
Robert F. Kennedy Jr. hefur langan bakgrunn sem stjórnmálamaður, lögfræðingur og rithöfundur í málefnum sem tengjast umhverfis- og loftslagsmálum og bandarískum frumbyggjum og býður sig fram sem óháður frambjóðandi í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í ár.
Undanfarið hefur hann hispurslaust gagnrýnt fjöldabólusetningaráætlanir gegn Covid opinberlega. Hann gagnrýnir einnig stríðið í Úkraínu harðlega og beinir spjótum að bandarískum einokunarfyrirtækjum sem hann segir að græði á stríðinu. Kennedy segir Úkraínustríðið meðal annars vera peningaþvott hrægammasjóðs Svarta klettsins „Black Rock.”
Nýlega var símtali á milli Robert F. Kennedy Jr. og Donald Trump lekið. Í samtalinu ræddu forsetaframbjóðendurnir Covid bóluefnið og Trump sagði að samstarf við Kennedy yrði meiri háttar. Trump minntist einnig á kúluna sem færði hann sekúndubroti og millimetra frá dauðanum og sagði hana hafa verið eins og „stærstu mýflugu í heimi.”