Forsætisráðherra Bretlands, leiðtogi Verkamannaflokksins, Keir Starmer, réðst nýlega harkalega að Íhaldsflokknum og ásakaði flokkinn fyrir að hafa „vísvitandi fyllt Bretland með innflytjendum frá þriðja heiminum í skaðlegri tilraun með opin landamæri eftir Brexit.“ Er þetta refskák Starmers við svíðandi gagnrýni almennings á innflytjendastefnu Verkamannaflokksins og fasísk viðbrögð stjórnvalda við friðsömum mótmælum Breta.
Starmer talar gegn betri sannfæringu, því hann vill að Bretar séu meðlimir í ESB og vinni samkvæmt innflytjendastefnu ESB og kvótakerfi sambandsins. Hann minntist að sjálfsögðu ekkert á innflytjendastefnu Verkamannaflokksins undir forystu Tony Blair sem galopnaði Bretland fyrir innflutningi frá löndum ESB. Allar spár hrundu vegna mikillar sóknar innflytjenda til Bretlands. Starmer sagði samkvæmt The Guardian „að innflytjendastefnan væri meðvituð og viljandi gerð.“
Telur kjósendur hafa gullfiskaminni
Eftir Brexit jók Tories innflytjendur – og í stað Evrópubúa voru það aðallega innflytjendur frá þriðja heiminum sem voru lokkaðir til Bretlands undir slagorðinu „Global Britain.“ Nettóinnflutningur til Bretlands náði sögulegu hámarki, 906.000 manns á síðasta ári stjórnar Íhaldsflokksins. Starmer segir Íhaldsflokkinn hafa verið með „tilraunir á opnum landamærum“ eftir Brexit:
„Stefnunni var vísvitandi breytt til að auka frjálsræði í innflytjendamálum. Brexit var notað í þeim tilgangi, til að breyta Bretlandi í tilraunastarfsemi með opin landamæri.“
Hann sagði að breska þjóðin ætti „rétt á skýringum“ á því hvers vegna hún kaus að fylgja þessari stefnu:
„Bilun af þessari stærðargráðu er ekki bara óheppni. Þetta snýst ekki um alþjóðlega þróun eða að hafa tapað einbeitingunni. Nei – þetta er annars konar bilun. Það gerðist viljandi, ekki óvart. Munið þið eftir slagorðinu „Global Britain?“ Þetta er það sem þeir meintu. Það er ófyrirgefanlegt.“
Greinilegt er að hinn pressaði forsætisráðherra treystir á að fólk hafi gullfiskaminni. Vinsældir hans hrapa á hverjum degi og er nú svo komið í skoðanakönnunum, að Tories/Íhaldsflokkurinn er efstur og síðan kemur Umbótaflokkur Nigel Farage og fyrst númer 3 kemur Verkamannaflokkurinn.
Find Out Now voting intention:
— Find Out Now (@FindoutnowUK) December 5, 2024
🔵 Conservatives: 26% (-1)
🟦 Reform UK: 24% (+2)
🔴 Labour: 23% (-2)
🟠 Lib Dems: 11% (-1)
🟢 Greens: 9% (-)
Changes from 27th Nov
[Find Out Now, 4th December, N=2,514] pic.twitter.com/ZnORReVbvG