Búist við að Justin Trudeau segi af sér formennsku í Frjálslynda flokknum

Núna kemur augnablikið sem svo margir hafa beiðið eftir, þegar glansdrengur glóbalizmans, Justin Trudeau, mun að lokum segja af sér hlutverki sínu sem leiðtogi Frjálslynda flokksins og í framhaldinu sem forsætisráðherra Kanada. Þjóðólfur hefur áður skrifað um upplausnarástandið í flokki Trudeau.

Endurkoma Donald J. Trump hefur haft áhrif en Trudeau verður sjálfur að standa skil á eigin aðgerðum, því óvinsældir hans hafa aukist gríðarlega ekki síst vegna herlaga gegn mótmælum flutningabílstjóra gegn bólupössum. Stjórnlagadómstóll Kanada dæmdi herlögin ólögleg. Enginn þarf þess vegna að vera hissa, þegar skoðanakannanir í Kanada sýna að Frjálslyndi flokkur Trudeau myndi aðeins fá sex þingsæti ef kosið væri í dag (og tapa 154 þingsætum!) en Íhaldsflokkurinn fengi meira en 240 (með 122 nýjum þingsætum):

Reuters greinir frá því, að reiknað sé með að Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, muni tilkynna strax á mánudag (í dag), að hann muni segja af sér sem leiðtogi Frjálslynda flokksins, að því er The Globe and Mail greindi frá á sunnudag og vitnaði í þrjár heimildir.

Heimildarmennirnir sögðu Globe and Mail að þeir viti ekki með vissu hvenær Trudeau muni tilkynna afsögn sína en sögðust búast við því að það myndi gerast fyrir landsfund flokksins sem haldinn verður núna á miðvikudag.

Hvort Trudeau muni hætta störfum strax eða sitja áfram þar til nýr leiðtogi hefur verið valinn er ágiskun hvers og eins. Trudeau tók við sem leiðtogi Frjálslynda flokksins árið 2013 þegar flokkurinn var í miklum vandræðum og hafði í fyrsta sinn fallið í þriðja sæti á þingi.

Afsögn Trudeau skilur flokkinn eftir án varanlegs formanns á þeim tíma, þegar skoðanakannanir sýna að Frjálslyndi flokkurinn mun stórtapa fyrir Íhaldsflokknum í kosningum sem haldnar verða fyrir lok október.

Afsögn Trudeus mun eflaust verða hvatning til þess að flýta þingkosningunum svo hægt verði að mynda starfshæfa ríkisstjórn sem fyrst. Verkefni nýju ríkisstjórnarinnar verður þá meðal annars að semja við ríkisstjórn Bandaríkjanna um viðskipti landanna.

Fara efst á síðu