Hallur Hallsson blaðamaður og ritstjóri Þjóðólfs mætti í Spjallið með Frosta Logasyni þar sem Hallur kynnti innihald Fósturvísamálsins svo kallaða. Lýsti Hallur sögu þeirra Hlédísar Sveinsdóttur og Gunnars Árnasonar sem urðu fyrir því að 50 egg voru tekin og 29 fósturvísar gerðir en þau fengu bara að vita um 10 egg og 10 fósturvísa. Um áratug síðar, þegar Hlédís lá á Landsspítalanum spurði einn af yfirlæknum spítalans, hverju þessi óvenjulega umferð inn í sjúkraskrá hennar sætti og hvort hún vissi um það. Hlédís og Gunnar hófu þá fyrirspurnir sem leiddur til þess að Landsspítalinn falsaði sjúkraskrár en á annað hundrað lækna brutust inn í skrár Hlédísar um 3350 sinnum. Við eftirgrennslan hjá Art Medica sem framleiddi fósturvísana kom sannleikurinn í ljós að 40 egg voru tekin umfram og 19 fósturvísar gerðir aukalega án samþykkis eða vitundar hjónanna.
Allt verður málið undarlegra við ofstopafull viðbrögð yfirvalda, stjórnar Landsspítalans sem hótaði að kæra hjónin fyrir „brot á lögum valdstjórnarinnar” að viðurlagi 6 ára fangelsisvistar, lygum lögfræðings tæknifrjóvgunarfyrirtækisins sem skáldaði „hótunarbréf” sem hún lét lögregluna fá sem „sönnunargögn fyrir áreiti hjónanna” gagnvart einstaklingum sem þau spurðu vinsamlegast hvort vildu hjálpa sér með DNA greiningu til að fá fram sannleikann um hina horfnu fósturvísa. Allt hið opinbera kerfi, Landsspítalinn, Landlæknir, Persónuvernd, saksóknarar og sjálf lögreglan hafa hegðað sér eins og dómstóll sem dæmt hefur í hag tæknifrjóvgunarfyrirtækisins en Hlédís og Gunnar skilin eftir réttindalaus á vergangi með málið.
Í stað persónuverndar ofsækir ríkið hjónin með nálgunarbönnum og fangelsishótunum
Í ofanálag bætast ofsóknir og einelti eins og heimsóknir með úldinn fisk sem dreift var á lóðinni við hús þeirra í Hafnarfirði, fiskiker staðsett fyrir framan bíl þeirra og undarlegar ljósheimsóknir að næturlagi í garð þeirra. Lögreglan dæmdi þau Hlédísi og Gunnar tvívegis í nálgunarbann, gerðu lögleg skotvopn Gunnars upptæk eins og um stórhættulegan glæpamann væri að ræða og stillti upp hjónunum eins og Bonnie og Clyde í glæpakerfi lögreglunnar Löke um allt land.
Til og með Halli Hallssyni blaðamanni var hótað með ævilöngu farbanni í sjö póstnúmer í Reykjavík og Garðabæ hætti hann ekki blaðaskrifum um fósturvísamálið.
Fósturvísamálið sýnir að einföld spurning í leit að sannleikanum fær allt samtryggingarvald hins opinbera til að verja glæpi lækna sem brutu upprunalega á þeim hjónum. Máltækið oft veltir lítil þúfa þungu hlassi hefur aldrei átt betur við en í fósturvísamálinu.
Það er ekkert annað en hreint kraftaverk að íslenska ríkinu hefur ekki tekist að brjóta þau Hlédísi Sveinsdóttur og Gunnar Árnason niður sálfræðilega með öllu sínu offorsi og misbeitingu valds gegn þeim.
Þjóðin þarf að koma að þessu máli til að sannleikurinn komi í dagsljósið. Ef verstu grunsemdirnar reynast sannar, hversu marga aðra hafa þessir óprúttnu náungar þá ekki leikið grátt?
Smelltu á þáttinn hér að neðan til að sjá fyrri hluta samtals Frosta Logasonar við Hall Hallsson. Síðari hlutinn krefst áskriftar: