Trudeau orsakar stjórnarkreppu í Kanada – hæddur af eigin flokksmönnum

Hinn óvinsæli forsætisráðherra Kanada vildi flytja Chrystia Freeland, fjármálaráðherra og aðstoðarforsætisráðherra í annað ráðuneyti svo hann gæti aukið fjárlagahalla ríkisins og keypt atkvæði fyrir kosningarnar á næsta ári. Þá sagði Chrystia Freeland af sér og sendi Trudeau afsagnarbréf (sjá að neðan), þar sem hún lýsir því yfir að hún taki ekki þátt í slíkum ábyrgðarlausum aðgerðum. Uppreisn er innan Frjálslynda flokksins og margir flokksmenn krefjast afsagnar Trudeu.

Aðsúgur var gerður að forsætisráðherranum á nýlegum fundi flokksins og framíköll heyrðust í stíl með:

„Þú hefur eyðilagt landið okkar! Þú ert búinn vað vera! Farðu norður og niður…“

Afsagnarbréf fjármálaráðherrans

Chrystia Freeland, fjármálaráðherra, Kanada (sjá mynd) harmaði í afsagnarbréfinu að málin hefðu þróast á þennan veg að hún sæi enga aðra leið en að segja af sér. Hún skrifaði einnig:

„Þetta eru samt ekki endalok málsins.“

Hafa þessi orð hennar vakið umræðu um hvort hún ætli fram gegn Trudeu sem formaður Frjálslynda flokksins. Margir flokksmenn krefjast afsagnar Trudeau. Freeland hefur opinberlega mótmælt áformum Trudeau um skammtímaútgjöld til að „kaupa“ kjósendur með skattalækkunum fyrir kosningarnar 2025. Útgjöldin munu stórauka fjárlagahalla ríkisins.

Freeland vísar til kjörs Donald Trumps í Bandaríkjunum og mögulegra hærri tolla á kanadískar vörur:

„Staðan krefst þess að við höldum ríkisfjármálum okkar réttum megin við strikið, svo að við höfum þann varasjóð sem við gætum þurft fyrir komandi tollastríð. Það þýðir að við verðum að forðast dýrar pólitískar aðgerðir sem við höfum ekki efni á, þannig að Kanadamenn munu efast um að við skiljum alvarleika málsins.“

Bréf fjármálaráðherrans má lesa hér að neðan:

Fara efst á síðu