Eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum segja nokkrar konur við Newsweek að þær hafi gengist undir ófrjósemisaðgerð til að mótmæla sigri Donald Trumps. Aðrar boða að héðan í frá munu þær lifa skírlífi hvað karlmenn varðar.
Konurnar réttlæta ákvarðanir sínar með því að þær óttast að „réttur þeirra til æxlunar verði takmarkaður á komandi kjörtímabili Trumps.“ Það er að segja, að konur geti ákveðið sjálfar hvort fóstri skuli eytt fram að fæðingu.
Stefna Trumps er að ríkin hafi sjálfsákvörðunarrétt í málinu og það sé ekki á borði alríkisins að ákveða fóstureyðingalög. Þar af leiðandi hefur hann sem forseti engin áform um að herða lög um fóstureyðingar. Hann hefur meira að segja lofað að beita neitunarvaldi sínu sem forseti til að stöðva tilraunir til að koma á alríkisbanni við fóstureyðingar. Svo eitthvað eru blessaðar vinstri konurnar að misskilja málið.
„Verra að verða ólétt en að deyja“
Konurnar réttlæta ákvarðanir sínar með því að þær óttast að „réttur þeirra til æxlunar verði takmarkaður á komandi kjörtímabili Trumps.“ Það er að segja, að konur geti ákveðið sjálfar hvort fóstri skuli eytt fram að fæðingu.
25 ára Eden Ixora frá Flórída ætlar að láta fjarlægja báða eggjaleiðarana og segir við Newsweek:
„Fyrir mér er tilhugsunin um að verða ólétt verri en dauðinn. Ég geri það sem ég get til að vernda rétt minn til að velja. Ég vel sjálf.“
„Úrslit forsetakosninganna neyddu mig til að gera mig ófrjóa“
Nokkrar aðrar konur hafa valið svipaðar aðgerðir, þar á meðal Lydia Echols, 28, frá Texas:
„Ef það á að taka af mér réttindi á næstu fjórum (eða fleiri) árum, þá mun ég ekki gefast upp án baráttu.“
Önnur kona, nýlega vönuð, segir að úrslit kosninganna hafi neytt hana til að fara í ófrjósemisaðgerð:
„Ég er ekki ánægð með að hafa neyðst til að fara í aðgerð sem ég vildi ekki. En úrslit forsetakosninganna neyddu mig til að gera mig ófrjóa. Það er hræðilegt.“
Á samfélagsmiðlum hafa margar vinstri konur lýst því yfir, að þær ætli að sniðganga allt kynlíf og sambönd við karlmenn. Sumar þeirra vísa til hinnar svokölluðu 4B hreyfingar, róttækrar femínistahreyfingar frá Kóreu sem hvetur konur til að halda sér frá karlmönnum og ekki eignast börn.
Kynlífsverkfall er ekki nýtt fyrirbæri meðal kvenna en spurningin er hversu áhrifamikið það er raunverulega? Hafa þessir háværu femínistar nokkur áhrif almennt meðal kvenna?