Hið svo kallaða fósturvísamál verður æ undarlegra og umfangsmeira eftir því sem dýpra er í það farið. Engu er líkar en að þau hjónin Hlédís Sveinsdóttir og Gunnar Árnason hafi rekist á samtryggingarvegg kerfislægrar spillingar á Íslandi með einföldum spurningum sínum um hina horfnu fósturvísa.
Í fyrsta lagi spillingu innan lækna- og heilbrigðiskerfisins sem tengist spillingu í stjórnmálum og viðskiptalífinu. Hefur hver stofnunin á fætur annarri lýst yfir og tryggt sitt eigið ágæti ásamt ágæti annarra stofnana. „Enginn embættismaður er vanhæfur“ er sameiginlegur söngur frjóvgunartækifyrirtækisins, Landspítalans, Landlæknis, Persónuverndar, saksóknara og lögreglunnar. Hinn ótrúlegi fullkomleiki kerfisins og starfsmanna þess vekur sífellt fleiri spurningar. Ekki síst vegna offors stofnana til að þagga niður málið.
Lögfræðingar stétt sinni til skammar
Núna síðast kom krafa um „ótímabundið nálgunarbann“ þeirra hjóna ásamt Halli Hallssyni blaðamanni, sem einn fárra blaðamanna á Íslandi hefur þorað að skrifa um málið. Áttu hvorki hjónin né Hallur að fá að nálgast fjölda manns sem þau þekkja ekki neitt og hafa aldrei hitt! Lögreglan dró að sjálfsögðu kröfuna til baka en hjónin vita ekki frekar en aðrir landsmenn, hvert verður næsta uppátæki Evu Bryndísar Helgadóttur, lögfræðings tæknifrjóvgunarfyritækisins Art Medica, síðar Livio Reykjavik, sem búin er að verða sjálfri sér og lögmannastétt Íslands til ævarandi hneisu með framferði sínu. Meðal annars þá kom hún með þær upplognu sakargiftir að Hlédís og Gunnar hafi sent hótunarbréf til fjölda manns á Íslandi ásamt öðrum rógburði um „glæpi“ hjónanna.
Lögfræðingur Landsspítalans, Ingibjörg Lárusdóttir, fór líka úr límingunni og sendi þeim hjónum hótunarbréf um yfirvofandi kæru ef þau hættu ekki að biðja um lögleg gögn frá Landspítalanum. Með fylgdi sá skemmtilegi boðskapur, að hjónin gætu átt sex ára fangelsi yfir höfði sér fyrir uppreisn gegn valdstjórninni á Íslandi! Þessi langsótta og ótrúlega fáránlega ásökun er til marks um um þá misbeitingu valds sem er í gangi til að reyna þagga niður í þeim hjónum. Lyktin af tilburðum þeirra Evu Bryndísar Helgadóttur og Ingibjargar Lárusdóttur er jafn úldin og sá fiskur var sem settur var við heimilisdyr þeirra hjóna í Hafnarfirði til að hræða þau frá áframhaldandi leit að svörum við horfnu fósturvísunum.
Fjarlægði orðin „Með lögum skal land byggja“ úr merki lögreglunnar
Ingibjörg Lárusdóttir lögmaður yfirstjórnar Landsspítalans er jafnframt formaður þeirrar eftirlitsnefndar Landsspítalans sem hefur umsjón með og á að tryggja öryggi sjúkraskrár sjúklinga Landsspítalans. Hún er hluti þess vanda, að Hlédís og Gunnar standa enn í dag í stappi við að fá afrit af innskráningum í sjúkraskýrslur Hlédísar eftir níu ára þrotlausa baráttu við að fá gögn sem þau eiga rétt á að fá samkvæmt landslögum. Er það mál á borði umboðsmanns Alþingis sem krafist hefur gagnanna sem enn vantar af embætti Landlæknis ríkisins. En við hverju má búast, þegar umboðsmaður Alþingis þarf að árétta sjálfa lögreglu ríkisins um að fylgja lögum, þegar lögreglan fjarlægði orðin „með lögum skal land byggja“ úr lögreglumerkinu!
Það er augsýnt eftir yfirferð málsins, að Landspítalinn og Læknafélagið telja öryggi og persónulega hagsmuni lækna meira virði en gæði þeirrar heilbrigðisþjónustu sem þeim er ætlað að stunda fyrir sjúklinga. Heilbrigðisþjónustan á að afhenda heilbrigði gegn sjúkdómum og til þess sverja læknar eið. En sú hlið sem hjónin – og þjóðin – hafa fengið að kynnast í fósturvísamálinu er þvert á móti sú, að hagsmunir lækna – líka þeirra sem brjóta lög – skulu varðir með öllum tiltækum ráðum.
„Gæðarannsókn“ landlæknis tilraun til að hvítþvo tæknifrjóvgunarfyrirtækið sem stal fósturvísunum
Til upprifjunar og fyrir þá sem eru nýlega byrjaðir að fylgjast með þessu máli, þá voru 29 fósturvísar framleiddir og 50 egg tekin en hjónin voru bara látin vita um 10 fósturvísa og 10 egg. Lögin segja skýrt,að leyfi viðkomandi þarf bæði við framleiðslu og förgun fósturvísa.
Landlæknir framkvæmdi gæðarannsókn „af sjálfsdáðun“ með heimsókn fjögurra embættismanna til Livio Reykjavík 2022
Í því ljósi verður málið einnig mun alvarlegra þegar embætti Landlæknis reynir að hylma yfir afbrot lækna tæknifrjóvgunarfyrirtækisins með „gæðarannsókn Landlæknis af sjálfsdáðun“ í heimsókn Landlæknis ásamt þremur öðrum starfsmönnum til Livio Reykjavik í febrúar 2022. Eftir heimsóknina gaf embættið þá yfirlýsingu, að allt væri í stakasta lagi með starfsemi Livio Reykjavik sem áður var Art Medica. Landlæknir athugaði ekki hvarf fósturvísanna sem gerir embættið sjálft saknæmt um yfirhylmingu á afbrotum læknanna hjá tæknivrjóvgunarfyrirtækinu. Hvergi minnst á hvarf 19 fósturvísa en hvít skýrsla um kosti tæknifrjóvgunarfyrirtækisins í nafni „gæða“ framleitt. Það eru gæðaeinkenni kerfisins, að málstaður þeirra Hlédísar og Gunnars er bannfærður úr kerfinu en í staðinn er samtrygginarafli beitt til að koma þeim á kné svo þau hætti leitinni að sannleikanum um horfnu fósturvísana.
Nöfn 44 innbrotsaðila í sjúkraskrár Hlédísar
4. viðtalsþátturinn var tekinn upp þann 19. júlí og síðan þá hefur m.a. komið í ljós að einn innbrotsaðili í sjúkraskrár er tengdur aðilum í Geirfinnsmálinu. Á eftir að koma í ljós, hvort sú tenging varpi enn frekar ljósi á þá fjármálaspillingu sem Björn Zoega fyrrum yfirmaður Landsspítalans lýsir sem einu stærsta „fjárkúgunarmáli“ nútímans. Þessi mál eru rædd í 4. viðtalsþættinum og nöfn 44 innbrotsaðila birt. Einnig eru birt nöfn ákærenda í „nálgunarbannsmálum“ gegn þeim Hlédísi og Gunnari og tilraun til slíks að viðbættum Halli Hallssyni blaðamanni.
Fósturvísamálið afhjúpar óhugnalega samtrygginu spilltra valdhafa innan hins opinbera kerfis sem skýla sér á bak við fallega framhlið opinberra stofnana eins og Landspítalans, Landlæknis, Persónuverndar, Íslenskrar Erfðagreiningar og jafnvel sjálfrar lögreglunnar. Rauði þráðurinn í þessu ferli er valdmisbeiting yfirvalda sem felast í því að annars vegar að verja sig „hvað svo sem það kostar“ og hins vegar að „glæpavæða“ þann eða þá sem leita sannleikans. Má með sanni segja, að Fósturvísamálið komi við kaunin á þeirri kraumandi spillingu sem ræður ríkjum á Íslandi í dag og á rætur að rekja til þeirrar glæpa sem orsökuðu bankahrunið ár 2008. Spillingaröflin gera allt til að nálgunarbann sé sett á sjálfan sannleikann.
Hlýða má á 4. viðtalsþáttin við þau Hlédísi og Gunnar hér að neðan: